Friday, January 04, 2008

Siggi Hall á Óðinsvéum


fia› sem ma›ur tekur eftir flegar komi› er inn á veitingasta› Sigga Hall á Ó›insvéum er hversu róandi og afslappa›ur sta›urinn virkar vi› fyrstu kynni. Engar ofhla›nar innréttingar e›a óflarfar skreytingar, mild, örlíti› gulleit l‡sing og enginn asi á starfsfólkinu. Salurinn er enda vel skipulag›ur flannig a› fljónar hafa gó›a yfirs‡n yfir gesti sína frá afgrei›slunni, sem reyndar er einnig bar. fiar inn af er lítill og flægilegur setukrókur sem ágætt er tilla sér í me› fordrykk og matse›il e›a einn Irish eftir máltí›ina. Íslenskt er bo›or› dagsins á flessum sta› og ekki a› undra flar sem Siggi Hall hefur í seinni tí› or›i› eins konar samnefnari fyrir landkynningu flegar matseld og eldhús er annars vegar.
Á vígvelli síhar›nandi samkeppni, flar sem tískustraumar og n‡ungagirni rá›a oftar en ekki för, er traustvekjandi a› setjast inn á veitingasta› og hitta fyrir veitingamann sem stendur jafn ákve›inn á sínu eins og Siggi Hall gerir hér me› svo sannfærandi hætti. Réttir hússins eru afrakstur áralangrar reynslu Sigga sjálfs í kennslu og kynningum, me› a›komu og ívafi hans ágæta starfsfólks, ungs og metna›arfulls fagfólks eins og lesa má á heimasí›u sta›arins, og árángurinn er gó›ur matur, nútímalega matreiddur úr fyrsta flokks hráefni. Ef hægt er a› tala um íslenskt eldhús flá vona ég innilega a› menn séu a› meina matarger› svipa›a fleirri sem stundu› er á flessum sta›. Vi› vorum n‡ sest í krókinn flegar erlendur gestur sag›i hátt og snjallt, eftir a› hann haf›i flakka› fyrir sig og um lei› og hann yfirgaf sta›innn,; “this was excellent”, og ánægjan skein úr andlitinu. Gaman flegar menn tjá tilfinningar sínar óflvinga› og eru ófeimnir a› hæla flví sem fleim ge›ja›ist, sannarlega vert eftirbreytni. Allavega ná›i flessi náungi a› skapa stemmningu hjá okkur sem eftir sátum án fless a› okkur hafi endilega veri› ætla› a› heyra hóli›.
Siggi var sjálfur á vakt og fla› var gaman a› fylgjast me› meistaranum svífa milli bor›anna, færandi gestum matinn, útsk‡randi eldunara›fer›ir og hráefni og segjandi eina og eina gamansögu flví söguma›ur er hann gó›ur. Vi› byrju›um máltí›ina á nauta carpaccio me› furuhnetum, sesamvinagrett og stökku kexi, grófu og gó›u. Einnig svartrótarsúpu me› chilli sultu og stökkum plokksaltfiskrúllum. Bá›ir flessir forréttir voru afar brag›gó›ir, sannarlega fín byrjun. Á se›linum var enn einn forréttur sem okkur langa›i miki› a› smakka fló flessir fyrrnefndu hafi or›i› fyrir valinu. fiegar meistarinn heyr›i af flví læddi hann smá prufu á bor›i›, grafinn florskur me› brennivíni og kúmeni, fla› ver›ur ekki öllu íslenskara. Líklega væri erfitt a› lifa á slíku eingöngu en flvílíkt sælgæti a› smakka. Sem a›alrétt höf›um vi› vali› pönnusteiktan skötusel me› sveppum, gulrótum, kartöflukrókettu og krema›ri sósu og hinn heimsfræga og róma›a steikta saltfisk á laukbe›i me› beikonbitum. Á›ur en flessir réttir birtust kom stökksteikt bleikja frá Kirkjubæjarklaustri á bor›i›, lítill milliréttur spunninn úr bleikjunni á matse›linum, ljúffengur og fínlegur réttur sem steinlá á me›an be›i› var eftir hinum. Sú bi› var ekki löng, yfirfljónn haf›i sér til a›sto›ar unga stúlku og flau tvö sinntu vel flörfum allra gestanna, me› meistarann sjálfan sér til fulltyngis a› sjáfsög›u. A›alréttirnir voru, eins og fla› sem flegar haf›i veri› snætt, mjög gó›ir. Saltfiskurinn er sérgrein Sigga og flessi tiltekni er ver›ur sérstakrar heimsóknar. Me› flessu drukkum vi› hvítvín frá su›ur Ítalíu, Tormaresca Chardonney frá Puglia, gott vín af áhugaver›um vínse›li sta›arins.
Gamla klisjan “vir›ing fyrir hráefninu” á sannarlega vi› hér flví a› í engum réttanna gætti óhófs í kryddi e›a eldun, kostir hráefnisins ávalt látnir rá›a för. Kannski engin flugeldas‡ning en afar mjúkir og fjölbreyttir tónar. Smekklega vali› og vel höndla› me›læti og passleg steiking einkenndi alla réttina sem vi› smökku›um og vi› höf›um á or›i a› hinga› gæti ma›ur bo›i› fólki me› sér óhá› matvendni fless e›a smekk. fiennan mat ættu allir landsmenn a› geta bor›a› me› gó›ri lyst. Vi› vorum or›in södd en vildum endilega prufa súkkula›hnetusmjörstertubotninn me› súkkula›imúss, rommlegnum banönum og kaffi-latte ís í eftirrétt, hver stenst slíkar freystingar. Í næstu heimsókn ætlum vi› a› prufa bláberjaskyrs-ísinn me› jar›aberjunum en flanga› til gef ég Sigga Hall og hans fólki fjórar stjörnur fyrir gó›an matur, gó›a fljónustu og flægilega afslappa›an stíl á öllu saman. Kvöldi› var frábært flrátt fyrir örlíti› snubbóttan endi.

Fiskimarkaðurinn


Í heimsóknum mínum á einn nýjasta veitingastað borgarinnar, Fiskimarkaðinn við Aðalstræti, rifjaðist upp gamalt grín úr mínum vinahópi. Ef stemmning datt niður eitt augnablik hjá okkur félögunum eða eitthvert skens var að klikka var gjarnan sagt “nú er leiðinlegt”. Brást þá ekki að hlátur setti að mönnum við frasann og þá var einatt fylgt fast á eftir með því að segja: “nú er aftur gaman”. Og þá var hlegið enn meir. Árum síðar er enn hægt að hlægja að þessum einföldu frösum þegar menn hitta á rétta augnablikið. Meðan ég naut matarins og þjónustunnar á Fiskimarkaðnum, og reyndar lengi eftir að máltíðunum var lokið og ég kominn heim til mín var ég enn að hugsa “já, nú er aftur gaman!”

Fiskimarkaðurinn er í húsinu að Aðalstræti 12. Á efri hæð er móttaka gesta og “koníaksstofa” með fallegum innréttingum en aðalmatsalurinn er á neðrihæð. Þar geta gestir ennfremur setið við matarbar að austurlenskum sið og fylgst með kokkunum að störfum því opið er inn í eldhúsið. Þægilegt andrúmsloft tekur á móti manni þegar niður er komið og þó rýmið sé ekki íkja stórt er rúmt um hvert borð. í fyrri heimsókn okkar varð “Tasting menu”, úrval af því besta, fyrir valinu og ég mæli óhræddur með þeirri rússíbanaferð, einkum ef nokkrir eru saman að njóta. Þvílíkt og annað eins! Menn mega vera ansi matvandir og heimaaldir ef þeir geta ekki haft ánægju af því að láta spila á skilningarvitin eins og gert er með þessum samsetta matseðli á Fiskimarkaðnum. Réttirnir eru bornir fram, hver á fætur öðrum, en þó ekki örar en svo að sérkenni hvers þeirra fá að njóta sín. Eldamennskan og framsetningin “leitar í austur”, eins og sagt er á smekklegum matseðlinum, og áberandi er hve mikil natni er lögð í öll smáatriði. Maður gat næstum séð fyrir sér Japanska geishuna vökvandi lótusblómin ástúðlega svo öruggt væri að þau væru fullkomin í fegurð sinni á diskinum. Útlit, ekki síður en ylmur og bragð skiptir greinilega miklu máli á þessum stað enda byrjar kvöldverðurinn á hinu sjónræna. Fátt veldur mér vonbrigðum eins og þegar matnum hefur verið skellt á diskinn minn og hrúgunni svo drekkt í sósu eins og því miður kemur ennþá fyrir sumsstaðar. Slík hryðjuverk þyrfti að uppræta með öllu. Matur, sem færður er upp eins fallega og sá sem borinn er fram á Fiskimarkaðnum beinlínis kveikir hjá manni löngunina til að upplifa og njóta. Síðan spillir ekki fyrir að eldamennskan er hér í hæsta gæðaflokki.

Fyrri heimsóknin kallaði á aðra og þá var rýnt í matseðilinn. Forréttir úr eldhúsi eru fjórir í boði og humarmisósúpan freistaði. Hún kom þægilega á óvart og var frábær. Af “Raw” barnum völdum við blöndu af hráfiski; nigiri, maki og sashimi, sem var svakalega flott og afar listaukandi. Lax Teryaki, marineraður svartþorskur frá Víet-Nam og djúpsteiktur skötuselur og skötuselskinnar með geitaosti voru aðalréttir kvöldsins. Laxinn var mildur og naut fiskbragðið sín vel með basil og balsamic. Þorskurinn svarti er ekki okkar guli eftir litameðferð, eins og ég hélt, heldur allt annar fiskur, sömu ættar, virkilega bragðgóður. Skötuselsrétturinn var eini réttur hússins sem ekki sló fullkomlega í gegn hjá okkur en líklega er um að kenna misjöfnum smekk manna fyrir kinnum og geitaosti. Framandi réttir eins og þessi eru spennandi og geta fallið vel inn í samsetta matseðla þó þeir, í sumum tilvikum, séu full sérstakir til að bera einir uppi heila máltíð. Eftirréttasimfónían “Fish market premium” er með þeim kræsilegri sem sést hefur lengi og þó maður hafi, þegar hér var komið við sögu, verið orðinn mettur vel hvarf sú værð eins og dögg fyrir sólu frammi fyrir glæsileika og fjölbreytni þess sem boðið var uppá sem niðurlag máltíðarinnar. Þjónustan á Fiskimarkaðinum er í sama gæðaflokki og matseldin. Kurteisin og fagmennskan í fyrirrúmi en þægileg viðvera og fumlaus vinnubrögð hvers og eins geislandi af öryggi þess sem veldur verki sínu. Vínþekking þjónanna og þekking á réttum hússins lýsir einlægum áhuga þeirra og miklum metnaði. Verðlagning á Fiskimarkaðnum er á líkum nótum og á öðrum “betri” veitingahúsum borgarinnar og staðurinn stendur fyllilega undir því.
Ég gef Fiskimarkaðnum við Aðalstræti verðskuldað fimm stjörnur.

Les Rendez-vous

Hvað er það sem skiptir máli ef heimsókn á veitingastað á að heppnast vel? Auðvitað að maturinn sé góður, spennandi og fallega fram borinn, þjónustan sé lipur, fagmannleg og þægileg, umhverfi staðarins sé aðlaðandi og að verðið sé sanngjarnt. Í húsnæði þar sem lengi var Pasta Basta við Klapparastíg, hefur nýr veitingastaður verið opnaður. Sá er rekinn af franskri fjölskyldu og kynntur sem “franskur”. Þeir sem tala frönsku geta því pantað og átt samskipti við starfsfólkið á því tungumáli, við hin pöntum á ensku því ekki er töluð íslenska á þessum stað, ennþá. Engin vandamál gerðu þó vart við sig í borðapöntuninni og móttökur á staðnum voru hlýlegar og gáfu góð fyrirheit. Efri hæð hússins, þar sem einhverntíma var bar og setustofa, er nú matsalur. Það fyrsta sem maður tekur eftir er að engin gluggatjöld eru fyrir gluggum og sterkri hvítri birtu frá veggljósum er beint upp í hvítt loftið svo að loftræstistokkurinn þar verður þungamiðja skreytinga, sem reyndar er stillt í hóf í salnum. Lágstemmd óperutónlist barst úr hátölurum en skömmu síðar vék hún því einn gestanna mátti til að glamra á rafmagnspíanó sem stendur þarna í einu horninu. Eitt eða tvö lög til að ganga í augun á deitinu hefðu engan truflað en það sem þarna fór fram verður að teljast með verri dinneratriðum seinni tíma. Rafpíanó hafa þann yndislega fídus að á þeim er styrkstillir sem hefði bjargað heilmiklu ef hann hefði verið betur nýttur. En hvað um það, gestirnir hækkuðu bara róminn á meðan, allt afar rómantískt. Matseðillinn er hvorki stór né flókinn, súpur eru tvær, lauksúpa og rjómalöguð blómkálssúpa. Hin ómissandi franska kæfa ásamt laxa “rilettes” í forrétt, einnig egg, skinkuteningar og ostur og forláta salat. Þrír fiskar og önd í aðalrétt ásamt íslensku nauti og svo þeitt eggjahvíta á vannillubúðingi, créme brulle, pönnukökur og eplaka í eftirrétt. Við pöntuðum að sjálfsögðu Foie-grasið og lauksúpuna til að skapa strax rétta franska stemningu. Kæfan kom greinilega beint úr kæli svo að fitan varð mest áberandi í bragði og áferð og lauksúpan var vart meira en niðurskorinn laukur í soðnu vatni. Reyndar leit þetta hvorutveggja vel út, það vantaði ekki, fallega skreyttur kæfudiskurinn og brauð með bráðnum osti ofaná súpunni. En þetta var eins bragðlaust og óspennandi og það gat verið. Þvílík vonbrigði. Aðalréttir skyldu vera vatnableikja, saltfiskspænir og andabringa. Bleikjan reyndist vera pínulítið smörsteikt flak, algerlega bragðlaust, með fimm forsoðnum en köldum kartöflum raðað í hálfhring. Saltfiskurinn var undarleg útgáfa af plokkfiski, haugur af tættu grænu káli og tvær næfurþunnar snittubrauðsneiðar með söxuðum svörtum ólífum var meðlætið með þeirri tilraun. Og svo var það andabringan sem pöntuð var “well done” en mætti blóðug á borðið.
Engin leið var að borða þennan flata og óspennandi mat eins og hann var borinn fram og því var leitað að salti og pipar á nærliggjandi borðum. Þjónninn var að lokum sóttur á neðri hæðina og hann kom með settið. Það lifnaði aðeins yfir bleikjunni, saltfiskurinn var áfram bara saltfiskur en svo datt lokið af bauknum þegar átti að strá örlitlu salti yfir blóðklessurnar. Sú önd hafði þar með lokið keppni. Enn vonbrigði. Vínseðillinn er franskur. Þar kennir ýmissa grasa og vínið, sem við völdum dálítið blindandi, var ágætt þó það hafi ekki náð að bjarga máltíðinni. Eftirréttir voru ekki smakkaðir því allur vindur var úr borðhaldinu. Umhverfi Les Rendez-vous er snyrtilegt en því er spillt með skurðstofulýsingu og ef ekki verður ráðinn hljóðfæraleikari til að spila undir borðum hefur píanóið engan tilgang annan en að freista draumóramanna. Þetta er rándýr veitingastaður sem stendur engan veginn undir verðlagningunni. Maturinn er bragðlaus og engu líkara en að kastað sé til höndum við framreiðslu hans, hvað er líka svona franskt við pönnusteikt silungsflak með soðnum kartöflum? Þegar maður sér verð eins og þau sem þarna eru sett upp gerir maður ósjálfrátt sanngjarna kröfu um toppgæði. Þessi máltíð stóðst engan veginn þær væntingar, Reyndar var hún svo afleit að inn á þennan stað fer ég líklega aldrei aftur. Svo er ekki verjandi, fyrir þennan pening, að hafa þjóninn á gallabuxum og í bol og pappírsservíettur af ódýrustu gerð á borðunum. Les Rendez-vous fær eina stjörnu fyrir kurteisina sem einkenndi öll samskipti kvöldsins, annað var ekki í lagi. Niðurstaðan; algjör vonbrigði, eða á frönsku til að fyrirbyggja misskilning; “c'était un gaspillage complet de temps et d'argent”.

Lúxus

Þrír sólarhringar, 600 km. í bíl, þrjú hágæða hótel í rammíslenskri sveitarómantík, hvað er hægt að hugsa sér betra í stysta sumarfríi aldarinnar?
Ég var hræddur um að þetta yrði sprengur, kappakstur á þjóðvegi númer 1 og rallýakstur á tengivegunum að hótelunum sem ég ætlaði að heimsækja, stress oní hamagang oní læti. Engin hvíld og lúxusinn aðeins mynd í kynningarbæklingi. Mikið er gott að hafa stundum rangt fyrir sér. Fyrir það fyrsta eru hótelin 3, Hótel Rangá, Hótel Glymur og Hótel Búðir alls ekki svo langt frá höfuðborginni, dálítið sitt í hverja áttina en samt innan seilingar. Svo eru þau sannarlega í þeim lúxusklassa sem auglýstur er. Og landið sem ber fyrir augu í akstrinum er svo dásamlega fallegt að ferðin sjálf verður líka frí.

Hótel Ranga var fyrst í röðinni. Bjálkahús, á bökkum Eystri-Rangár, sem nýverið var stækkað um heila álmu og ný svíta tekin í notkun, ein sú flottasta sem sést hefur á landinu og þó víðar væri leitað. Öll herbergi á hótelinu eru með sjónvarpi, þau nýjustu með flatskjá en svítan er með komplett 5.1 heimabíói og auka flatskjá við hjónarúmið. Heitir pottar eru á veröndum sem snúa að ánni, einn fyrir hverja álmu og herbergin sem snúa að Heklu hafa nuddbaðkör. Svítan er með nuddpott á miðju gólfi gengt tvöföldum dyrum, frönskum, með útsýni á Eiríksjökul. Herbergin eru búin fallegum og þægilegum húsgögnum og rúmt er um mann, hvort heldur í venjulegum herbergjum, delux-herbergjum að ekki sé talað um í svítunni frábæru sem er tæpir 80 m2.
Veitingastaðurinn er í þeim gæðaflokki að hann er verður sér ferðar úr bænum þó maður ætli ekki að gista, sem reyndar er súrt fyrir bílstjórann því Rangá skartar vínseðli sem vart á sinn líka á nokkrum veitingastað á landinu, yfir þrjátíu hvítvín og á fimmta tug rauðvína jafnt frá gamla og nýja heiminum auk kampavína, freiðivína og rósavína í ýmsum verðflokkum. Sérstakur konunglegur vínseðill er í boði, valinn af Carli Gustav XVI Svíakonungi. Úrval sterkra drykkja og líkjöra er á svipuðum nótum.
Fiskisúpan var frábær og gaman að prófa carpaccio úr kálfi, strúti og kengúru. Forréttirnir gáfu fyrirheit um spennandi kvöldverð. Aðalréttir voru “Veisla úr hafinu”, sandhverfa og skötuselur ásamt gaddakrabba, og “Surf and Turf”, lamb og humar sem staðurinn er frægur fyrir. Báðir réttirnir voru einstaklega góðir og fallega fram bornir. Annað spennandi sem bíður næstu heimsóknar er dádýr, hreindýr eða elgur og dúfa. Þjónustan er með alþjóðlegu yfirbragði, þjónarnir koma frá ýmsum löndum og í þ. m. 10 tungumál töluð auk Íslensku. Allt staff er sérlega prófessional, indælt, þægilegt og afar kurteist. Umhverfi Hótel Rangár skartar magnaðri fjallasýn þar sem Heklu, drottninguna sjálfa og Eiríksjökul ber við himinn. Kyrrð sumarnæturinnar var aðeins rofin af stöku andvaka fugli sem söng að sólarupprásinni, bílaumferð og sírenuvæl borgarinnar víðs fjarri.

Hótel Glymur í Hvalfirði státar af einhverju fallegasta útsýni nokkurs hótels á landinu. Hvort heldur horft er inneftir, úteftir eða þvert yfir fjörðinn, allstaðar blasir við fegurð þessarar mögnuðu sveitar. Hótelið er með nokkru öðru sniði en maður á að venjast, hér er það nálægðin og einlægnin sem hrífur. Innanstokksmunir, handrið, rúmgaflar innréttingar og smærri listmunir, allt er handunnið í samstarfsverkefni nokkurra arkitekta og listamanna. Tilfinningin er næstum eins og að ganga inn á heimili, svo persónulegur og sérstakur er stíllinn í allri sinni fjölbreitni. Tilvísanir í Hallgrím Péturson skáld er að finna hér og þar og Saurbæjarkirkja er ávallt í miðri mynd, neðar í brekkunni. Öll herbergi á Glym eru svokallaðar mini-svítur, á tveimur hæðum, með útsýni yfir fjörðinn. Að auki eru í boði þrjár svítur þar af ein stór. Hvert herbergi hefur sitt tema í húsbúnaði og listmunum. Sameiginleg rými eru setustofa og lobbybar og stór salur ætlaður fyrir fundi og ráðstefnur, búinn öllum nauðsynlegum tæknibúnaði. Hótel Glymur er lokaáfangi þjónanema frá evrópu en farsælt samstarf er milli hótelsins og nokkurra skóla á meginlandinu. Veitingastaður Glyms er opinn og bjartur, skreyttur listmunum í sama stíl og hótelið. Fiskisúpan, karrýlöguð, var góð byrjun á máltíðinni og eins og flest annað á hótelinu hefur hún sinn eigin stíl, með silkimjúka áferð. Stolt staðarins er samsettur seðill, “Taste of Glymur”, brot af því besta. Við fengum nautasteik, lambaskanka, skötusel í orly degi, krabba og reykta hörpuskel. Nautasteikin stóð uppúr, hárrétt elduð og fínlega skorið ferskt grænmeti átti sérlega vel við. Á eftir þessum fjölbreytta og vel útilátna aðalrétti kom vart annað til greina en ís-soufflé með teguila og súkkulaðiterta hússins, punkturinn yfir i-ið. Það var við hæfi, þar sem móttaka er í höndum eiginkonunnar og matseldin í höndum eiginmannsins, að þjónn kvöldsins væri sonurinn. Honum fórst það hlutverk afar vel úr hendi.

Hótel Búðir er rúmlega steinsnar frá höfuðborginni. Kyngimagnaður Snæfellsjökullinn hefur áhrif á allt og alla sem hingað koma, hvort sem menn trúa því eða ekki. Búðahraun, fjallgarðurinn, ströndin og kirkjan, allt umhverfi hótelsins er sveipað dulúð. Hótelrekstur á þessum stað á sér langa hefð og þegar gamla húsið varð eldi að bráð árið 2001 kom ekki annað til greina en endurreisn. Nýja húsið er afar falleg bygging, tvö hús tengd í miðju þar sem er móttaka og setustofa. Virðing fyrir því liðna og væntingar um glæsta framtíð er það sem greinilega var lagt upp með í upprisunni því sama notalega stemningin mætir manni nú og gerði forðum þó umgjörðin sé ögn nýtískulegri. Flatskjáir, myndspilarar, vekjaraklukkur og netsamband er staðalbúnaður sem nútímaferðalangar búast við en á Búðum bregður svo við að farsímasamband er í veikara lagi, þvílík blessun. Það þýðir þó ekki að menn séu sambandslausir við umheiminn því símar eru á öllum herbergjum, tengdir landlínunni. Hingað kemur fólk ekki síst til að forðast ys og þys og til að borða góðan mat. Veitingastaður hótelsins er frægur langt útfyrir landsteinana og hefur haldið sessi sínum gegnum tíðina. Dæmi er um stönduga bissnissmenn utan úr heimi sem létu skutla sér í þyrlu frá höfuðborginni til þess að snæða kvöldverð á Búðum og héldu svo tilbaka sama kvöld. Kvöldverður okkar hófst á silungatartar, virkilega góðum, og humar þrennu, ekki síðri. Milliréttur barst síðan óvænt á borðið, skötuselslifur með súkkulaði, skondin samsetning. Aðalréttir voru síðan skötuselur, lambarifjur og skankar. Fiskurinn var hæfilega eldaður og bragðgóður en lambið var frábært, bleikt í miðju, meirt og safaríkt. Súkkulaðikaka hússins innsiglaði svo máltíðina, snædd í glerskálanum með útsýni yfir bryggjuna og ósinn. Starfsfólk hótelsins er indælt og þægilegt, þjónninn okkar átti ekki minnstan þátt í hve máltíðin var vel heppnuð og greinilegt var á stemningunni í matsalnum að aðrir gestir voru ánægðir líka.
Ýmis afþreyging er í boði á utanverðu Snæfellsnesi og gönguferðir um nágrenni hótelsins duga vel til að hlaða batteríin. Stutt er í jökulinn, á Arnarstapa og að Hellnum og Bárðar saga Snæfellsáss bergmálar í hverjum kletti. Á komandi vetri verður framhald á hinum stórskemtilegu morðgátuhelgum á hótel Búðum sem notið hafa mikilla vinsælda. Hlutverkum er úthlutað og sjálfur Hercule Poirot stýrir atburðarásinni í anda Agöthu Christie, hið sanna kemur ekki í ljós fyrr en í helgarlok.





Samanburður á jafn ólíkum hótelum og þeim þremur sem heimsótt voru í þessu stutta fríi er svolítið eins og að bera saman epli, appelsínur og banana. Hvert þeirra hefur sína kosti og sérstöðu þótt öll eigi þau þó sameiginlegt að vera í hæsta gæðaflokki. Umhverfi þeirra er ólíkt, sléttur landeyja, hlíðar Hvalfjarðar og andstæður láglendis og fjalla yst á Snæfellsnesi. Aðbúnaður og þjónusta á þessum lúxushótelum er með því besta sem í boði er í dag og veitingastaðir þeirra eru frábærir. Áður en ákvörðun er tekin þarf að vega og meta vandlega hvað það er sem verið er að sækjast eftir því sérhver gestur hefur ólíkar þarfir og gerir mismunandi kröfur. Einkunnagjöf fyrir hina ýmsu þætti eins og þjónustu, aðbúnað og umhverfi litast fljótt af smekk og væntingum hvers og eins.
Reynslu þessa þriggja sólarhringa mætti ef til vill taka saman á eftirfarandi hátt;

Hótel Rangá:
Umhverfi – 7, berangurslegt og flatt, gróðursetning og sáning myndi bæta, fjallahringurinn telur.
Herbergi – 10, til algerrar fyrirmyndar, með því besta sem í boði er. Annar aðbúnaður – 8, sameiginlegir heitir pottar eru ekki lúxus.
Þjónusta – 10, fagmannleg og hnökralaus
Veitingasalur – 10, hlýlegur og rómantískur.
Matur – 9, virkilega góður
Vínseðill – 10, svona sér maður bara “erlendis”.
Verð, gisting – 19.800 f. tveggja manna herbergi með morgunmat.
Verð, kvöldverður - 19.000 (með flösku af góðu víni)

Hótel Glymur:
Umhverfi – 9, einhver fallegasti fjörður landsins út að upplýstu stóriðjuþorpinu.
Herbergi – 8, einstaklega smekkleg en lítið gólfpláss.
Annar aðbúnaður – 8, hlýleg setustofa og bar með sjálfsafgreiðslu, algert traust. Sameiginlegir heitir pottar eru ekki lúxus, þrátt fyrir einstakt útsýni.
Þjónusta – 8, helst til persónuleg á stundum.
Veitingasalur – 7, full mikill “salur”, opinn í báða enda, feng shui myndi hjálpa mikið hér.
Matur – 7, nautið bar af en sjávarfangið var síðra.
Vínseðill – 6, hér er hægt að gera betur
Verð, gisting – 23.900 f. tveggja manna herbergi með morgunmat
Verð, kvöldverður – 21.000 (með flösku af góðu víni)

Hótel Búðir:
Umhverfi – 8, dulmögn og nálægð við Snæfellsjökul telur, hraunið líka.
Herbergi - 6, hér vantar aðeins uppá “kósýið”
Annar aðbúnaður – 8, afar hlýlegar sameiginlegar stofur.
Þjónusta – 8, lipur og þægileg.
Veitingasalur – 8, þægilegur en þolir illa að vera þétt setinn.
Matur – 10, besti matur ferðarinnar.
Vínseðill – 9, frábær vín í boði og gott úrval sterkra drykkja á bar.
Verð, gisting – 19.900 f. tveggja manna herbergi með morgunmat
Verð, kvöldverður – 23.500 (með flösku af góðu víni)

Sjálfur fer ég á “lúxus” hótel fyrst og fremst til að gista og upplifa rómantík. Þeim sem vilja fara á hestbak, í sleðaferðir, gönguferðir eða veiði bendi ég á heimasíður hótelanna því þar er að finna úrval margskonar afþreyingar. Hótel Rangá, Hótel Glymur og Hótel Búðir standast kröfur og uppfylla þarfir jafnvel þurftafrekustu lúxusgesta.

Monday, November 05, 2007

Rauðará steikhús















“Rauðará steikhús góðan dag.” ” Góðan dag, áttu borð fyrir tvö í kvöld.” ” Já, klukkan hvað vilji’ði koma? “ ”Kl.9.“ ”Það væri betra ef þið kæmuð kl.hálf níu.“ ”Ha! Væri það betra? “ ”Já eldhúsið lokar kl.9 á sunnudögum.“ ”Við gætum kannski verið hjá ykkur rúmlega hálf.” ” Gott, en ég set pöntunina ykkar kl. hálf og þið athugið þá að eldhúsið lokar á mínútunni 9.”
(Í upphafi kvöldsins):“Seinast þegar ég kom hér inn var hér Líbanskur veitingastaður, alveg orginal með músik og magadansmær og alles.” ”Já er það? Ég er einmitt að æfa magadans en það var samt ekki ég, ég er samt búin að nefna það við eigandann hvort ég ætti ekki að taka það sem aukadjobb hér á staðnum, ég tek ekki mikið fyrir.” (örlitlu síðar):“Við veljum Wolf Blass Yellow label með þessum mat.” “Já það er æðislegt, reyndar finnst ekki öllum það. Ég smakkaði í fyrsta sinn í gær President series, með svarta miðanum, það er meiriháttar!” (og seinna sama kvöld): “matarstellið er fallegt” “já, finnst ykkur það ekki!” “En steikurnar okkar eru báðar kaldar og bökuðuð kartöflurnar ekki nema rétt volgar.” ”Já..! Það skeður stundum!”
(og enn seinna sama kvöld):“Ansi er kalt hér í koniaksstofunni. Getur verið að gluggi sé opinn?” “Nei nei, en í morgun bilaði miðstöðvarofn og fór á fullt, við rétt náðum að slökkva á honum áður en kviknaði í.” ”Nú, er kaffið og koníakið þá á afslætti af því gestirnir þurfa að sitja í úlpunum svo slái ekki að þeim?” “Þú verður að ræða það við Stefán, hann er miklu harðari í þessu en ég.” (Stefán???) (og svo aðeins seinna, reyndar við aðra gesti sem einnig hímdu í frostkaldri stofunni, en hátt og snjallt svo allir viðstaddir heyrðu): “Jæja, þá er hér kominn fjórfaldur!!!”

Ég hefði líklega ekki lagt samskipti okkar á minnið, hvað þá sagt öðrum frá, ef þau hefðu átt sér stað á matstofu. En þar sem þessar setningar voru sagðar í einu af dýrari steikhúsum höfuðborgarinnar stuðuðu þær mig. Hvað varð um takk fyrir, gjörið svo vel, verði ykkur að góðu og fleiri slíka frasa. Og jafnvel afsakið, sem hefði átt mjög vel við þegar ljóst var að dinnerinn var misheppnaður og koníaksstofan orðinn að kæliklefa.
Nokkrum vikum áður ætlaði ég að bjóða fjölskyldunni út að borða. Ég hringdi í steikhúsið við Rauðarárstíg og var tjáð að ekki væri sérstaklega gert ráð fyrir börnum á veitingastaðnum, ekki væri neinn barnaseðill og ekki eldaðir minni skammtar. Ég er eldri en tvævetur og skil fyrr en skellur í tönnum, börnin voru ekki velkomin á staðinn. Gott og vel, hverjum rekstraraðila hlýtur að vera í sjálfsvald sett hvaða fólki hann hleypir inn á staðinn sinn. Við fórum bara annað með peningana okkar í það sinn.

En nú vorum við semsagt komin, barnlaus, til að prófa steikhúsið. Húsnæðið er hlýlegt, innréttingarnar hafi ekki mikið breyst þó staðurinn hafi skipt um hlutverk og eigendur. Þar sem svo knappur tími var til stefnu (eldhúsið lokar nefnilega kl.9 á sunnudögum) ákváðum við að taka tilboði dagsins. Það myndi líka án efa gefa góða mynd af því sem staðurinn er stoltastur af, steikunum. Humarsúpan á undan var þolanleg, þó aðeins í saltara lagi. Humarinn sem fylgdi með var hinsvegar ofeldaður og seigur og brauðbollurnar líklega beint úr frystinum, forbakaðar. En það voru steikurnar sjálfar sem ollu mestum vonbrigðunum. Nautalundin var meir og safarík og af litnum að dæma, alveg hárrétt elduð. En hún var köld. Fyrstu bitarnir voru reyndar spenvolgir en sú velgja dugði ekki máltíðina á enda. Svipað var með lambafilleið, það var kalt og spikröndin líka. Bökuðu kartöflurnar voru heldur volgari en kjötið en alls ekki nógu heitar og kólnuðu hratt. Meðlætið var athyglisvert, salatrifrildi hellt úr poka og brokkolí/blómkálstvenna, svona eins og fæst á litlum bakka í Bónus. Hefði ekki verið eins áberandi hallærislegt ef kokkurinn hefði skorið hausana í tvennt. Og svo paprikustrimlar svissaðir á pönnu. Tvennskonar sósur fylgdu með en þær voru óáhugaverðar. Tíramísu, varla meir en frómas á bleittum tertubotni og súkkulaðikaka með Baylies-ís náðu ekki að redda kvöldinu. Maturinn var kaldur og þar af leiðandi algerlega óboðlegur og tilboðinu um að taka hann aftur og “skella í ofninn” var að sjálfsögðu hafnað. Við kláruðum úr glösunum í koníakskæliklefanum en treystum okkur ekki til að sitja þar yfir kaffibolla vegna kulda. Og svo er ég ekkert viss um að ég vilji að allir viðstaddir fái að vita hvað ég panta margfaldan. Í lokin borgaði ég svo uppsett verð fyrir máltíðina en fékk bara einverskonar “shit happens!” þegar ég benti á handvömmina. Vandvirkni er stórlega ábótavant og metnaðarleysið virðist vera algert. Stúlkurnar sem gengu um beina voru líka allt of kammó fyrir stað í þessum verðflokki.
Venjulega gef ég einkunn í lok greinar sem þessarar en ég held að Rauðará steikhúsi væri enginn greiði gerður með því.

Einar Ben












Einar Ben við Ingólfstorg er einn af boðlegri veitingastöðum borgarinnar. Staðsettur í einu elsta verslunarhúsi Reykjavíkur og minnir innkoman dálítið á annan góðan veitingastað, hinumegin við Austurvöll, þó stigi Einars sé ekki eins brattur og stigahúsið ekki eins þröngt. Salarkynni eru líki ögn rýmri og skreytingar ekki eins yfirdrifnar. Þó er hlýlegt um að litast og myndir á veggjum minna á lífshlaup þess merka athafnamanns og stórskálds sem Einar var. Fátt á matseðli tengist honum þó beint og líklega er nafninu og myndunum ætlað að minna á hann fremur en sjálfum matnum. Á forréttmatseðlinum er þó að finna kjötsúpu og fiskisúpu “að hætti Einars Ben”.
Samsettur 5 rétta seðill gefur góða mynd af því sem í boði er og hann er hægt að fá án víns eða, sem er mun meira spennandi, með 5 mismunandi vínum sem yfirþjónn velur.
Fyrsti rétturinn á borðið var laxatartar með rauðrófusósu, fínlegur og góður réttur. Strax á eftir fylgdi salat með kirsuberjatómat og gráðosti og með þessu smökkuðum við Sauvignon Blanc, Vicar´s Choice frá Nýja Sjálandi, afar vel passandi svona í byrjun. Frábærri klausturbleikju með Jerúsalem-ætiþystlamauki fylgdi glas af Lucien Albrect Pinot Gris frá Alsace í Frakklandi einstaklega milt og aðlaðandi, það stefndi í frekar góða veislu. Humarsúpa með skelfisk-soufle var léttpískuð og mjög bragðgóð. Henni var rennt niður með glasi af Austurrísku Chardonney, Kollwentz Tatchler 2004, víni sem verður örugglega pantað aftur síðar. Nautalund með smjörsteiktu smælki og portabellosveppum skyldi vera aðalréttur kvöldsins og eftir þessa frábæru uppbyggingu var eftirvæntingin mikil. En vonbrigðin líka þeim mun meiri. Kjötið var að vísu bragðgott en eitthvað hefur tímavörðurinn verið utan við sig því “rare” var “well-done” og “medium” var grá í gegn og seig undir tönn. Þar sem talsverður magn matar var þegar komið í belginn var ekki farið fram á aðra steik en það hefði án vafa verið gert alla jafna. Steiking er það stór hluti matreiðslu nautakjöts að algerlega óafsakanlegt er að það skuli ekki koma nákvæmlega þannig steikt á borðið og beðið var um. Eftir frekar vel heppnaðan dinner fram að því var kjötið ekki sá demantur í kórónuna sem það hefði geta verið og hefði átt að vera. Með steikinni var smakkað rauðvín frá Chile, fjögurra berja blanda, Shirah í meirihluta, Coyam 2004 frá Colchagua dalnum. Það var ekki að okkar smekk en kannski höfðu vonbrigðin með nautið áhrif á það álit.
Eftirrétturinn var borðaður á efstu hæðinni, í seturými sem þar er, og skyr créme-brulee með pistasíuís var í sömu sveiflu og forréttirnir höfðu verið, afar góður réttur. Að lokum smökkuðum við eftirréttavín, Sanxet Millenium 1997 frá Mobazillac í Frakklandi og verður að segjast eins og er að vínin sem valin voru með réttum kvöldsins lyftu máltíðinni á hærra plan. Þegar þjónninn er svona vel að sér er óhætt að láta hann um valið. Í fjórum heimsóknum á nokkurra mánaða tímabili hefur Einar Ben skilað sínu. Maturinn hefur verið góður, jafnvel mjög góður á stundum, og þjónustan hefur undantekningarlaust verið smekkleg og fagmannleg. Umhverfið er afslappandi, helst að drunur tillitslausra mótórhjólamanna úti fyrir nái að trufla stemmninguna, þeir virðast nefnilega halda að stéttarnar við torgið hafi verið lagðar fyrir þá sérstaklega. Efsta hæðin er hlýleg, þó þar sé vítt til veggja, og vel myndi fara að bjóða þar uppá píanista í lok kvölds eða í.þ.m. ljúfa tónlist af geisladiskum. Þögnin getur nefnilega orðið ansi yfirgnæfandi þegar margir þegja í kór. Einar Ben kemur kannski ekki fyrstur allra upp í hugann þegar fara á út að borða í Reykjavík en þessi huggulegi staður stendur fyllilega fyrir sínu í mat, þjónustu, umhverfi og verði. Ég gef fjórar stjörnur og ætla að muna eftir staðnum næst þegar ég er að vandræðast niðrí bæ.

DOMO







Domo er kurteisisávarp á japönsku. Gjarnan bætt framanvið “arigato” ef menn vilja sýna þakklæti sitt en getur líka staðið eitt og sér sem stutt kveðja, “takk” eða jafnvel “verði þér að góðu”. Það er vel við hæfi að nefna veitingastað þessu nafni, sérstaklega þennan sem um ræðir því matseldin þar á bæ ber keim af austurlöndum fjær og þá einkum Japan. Nútímalegt, smekklegt umhverfi og vandaðar innréttingar er það fyrsta sem maður tekur eftir þegar inn er komið enda varla við öðru að búast þegar þeir félagar Kormákur og Skjöldur eiga í hlut. Upp nokkrar tröppur og maður stendur í miðjum sal. Þar er strax tekið á móti manni og vísað til borðs. Salurinn er þrískiptur, fremra rýmið er sitthvoru megin við uppganginn og inn með veggnum til vinstri, í miðrými er langborð á háum fótum og innst er gluggalaus salur með tveggja og fjögurra manna borðum. Vel heppnað skipulag og þjónarnir hafa góða yfirsýn. Við vorum sett á lítið borð við vegginn og ég kveið því dálítið að við myndum verða fyrir ónæði af umgangi því þarna eru dyr sem um er gengið til að komast niður á barinn í kjallaranum. Barinn sá er einnig tónleikastaður á hraðri uppleið í músikmenningu borgarinnar. Þó að nokkrir gestir hafi farið um þessar dyr á meðan á máltíð okkar stóð var eins með það og annan umgang á staðnum þetta kvöld, við fundum lítið fyrir því. Þessar tvær rekstrareiningar virðast geta þrifist hvor með annarri án þess að rekast á eða valda truflun. Það var engu líkara en rökkvaður matsalurinn dempaði allt og róaði niður, einhverskonar Feng Shui í gangi.
Matseðillinn er fjölbreyttur og við ákváðum að treysta eldhúsinu fyrir uppröðuninni, Domo Surprise, úrval af öllu því besta sem í boði er. Sushi í nokkrum útgáfum og sashimi, borið fram á klakabeði í stórri skipslaga járnskál, var upphaf ævintýrsins. Bitarnir voru hver öðrum betri og kokkarnir láta ímyndunaraflið ráða för, tilkomumikil byrjun. Með þessu drukkum við glas af hvítvíni hússins, Masi Soave, sem fór vel með þessum fersku fiskréttum. Aðalréttir á þessum samsetta seðli eru alltaf kjöt og fiskur, besta hráefni þess dags. Við fengum að smakka grillaða nautalund með shiitake-sveppum og yakitori-piparsósu og “blakkaðan” þorskhnakka í hvítlaukssojasósu, hvort tveggja afar sérstæðir og bragðgóðir réttir. Að auki fengum við að prófa stökksteikta andabringu með volgri andalifur, mangó-og púrtvínsplómusósu. Ég hef ekki verið ýkja hrifinn af foie gras til þessa, þótt það vera fremur óspennandi og bragðlaus kæfa, en þessi framsetning breytti því áliti mínu. Rétturinn spilaði á allan bragðtónstigann, frá mildu andarsteikarbragði til sætunnar í mangóinu, örlítillar súru í plómunni með viðkomu í púrtvíni og kryddum. Afar vönduð matseld. Með þessum herlegheitum drukkum við rauðvín, Wolf Blass-yellow label, traust og gott. Í eftirrétt smökkuðum við Créme brullée sem lokaði máltíðinni smekklega á mildum og léttum nótum.
Allir réttirnir sem bornir voru á borð voru fallegir og freistandi á að líta. Þeir voru bragðgóðir, hver á sinn hátt og eins ólíkir hver öðrum og þeir voru margir. Eldhúsið er stóra tromp staðarins en fast á hæla þess koma þjónarnir í salnum. Þeir eru starfi sínu vel vaxnir og sá sem sinnti okkur hafði afar þægilega nærveru. Hann gaf góð ráð og greinargóð svör við öllu sem spurt var um og það var ekki síst hans vegna að kvöldið var frábært. Heimasíða Domo er www.domo.is. Þar er matseðilinn en fátt annað. Fyrir utan vínseðil, upplýsingar um matreiðslumeistarana, sögu hússins og opnunartíma veitingastaðarins mætti setja þarna inn tónleikadagskrá kjallarans og annað fréttnæmt sem staðinn varðar. Ég gef Domo fimm stjörnur, smekklegur og aðlaðandi veitingastaður með góða þjónustu og frábæran mat.

Great wall of China.













Kínamatur er vinsæll um heim allan og svo er einnig hér á landi. Asískir veitingastaðir í höfuðborginni eiga sér sumir áratuga langa sögu og hinar og þessar stefnur í matargerð hafa dottið í og úr tísku meðan Kínamaturinn hefur haldið sínu. Það þótti því sumum að verið væri að bera í bakkafullan lækinn þegar það spurðist að til stæði að opna kínverskan veitingastað í því fornfræga húsi sem um árabil var veitingastaðurinn Naustið. Inngangur hins nýja veitingastaðar sver sig mjög í ætt við Kínastaði víðs vegar í vesturheimi, þungar útskornar hurðar, skrautleg der yfir anddyri og kassi fyrir utan þar sem matseðillinn hangir til yfirlestrar áður en ákvörðun um inngöngu er tekin. Þegar inn er komið mætir manni stór og bjartur salur með uppdekkuðum borðum, Asískum styttum og vösum og tauþurrkum. Í tveimur heimsóknum, í hádegi og um kvöld var móttakan nákvæmlega eins upp á punkt og prik, greinilega vandlega skrifað handrit sem fylgja skyldi í smæstu smáatriðum, ekkert rúm hér fyrir frávik og tilhliðranir. “Do you have a reservation?”, sagt hranalega og með illskiljanlegum hreim. Rýnir stóð satt að segja á gati því hingað til hefur verið hægt að kíkja í heimsókn í hádeginu og jafnvel á kvöldin á flesta Asíustaði í borginni án þess að “reserva” borð með fyrirvara. Og hver er þá tilgangurinn með menukassanum utandyra? Eiga þeir sem hann lesa, og langar inn, að hringja á undan sér og panta borð? Þessi hvassa og ópersónulega móttaka stuðaði pínulítið, sérstaklega í endurtekningunni nokkrum dögum síðar. En það átti eftir að hvessa töluvert áður en máltíðinni lauk.

Ekkert tungumál virðist gjaldgengt á þessum nýja, fína stað nema móðurmál þjónanna sjálfra. Enska var reynd til þrautar og einnig Franska og Þýska og að lokum Íslenska en árangurinn var ekki meiri en svo að nær allt sem pantað var skilaði sér ýmist í rangri röð, alls ekki eða það kom bara eitthvað allt annað. Þjónarnir, með fullorðinn mann í farabroddi sem greinilega réði ríkjum, hringsnerust um salinn eins og landafjandar, stressið og ringulnreiðin algerlega að bera þá alla ofurliði. Og ekki síður gestina. Það kann að vera að á “Great Wall of China” veitingastöðum út um heim, en svo heitir þessi keðja veitingastaða víst, sé hraðinn í afgreiðslu fyrir öllu og afslöppun gesta og notalegheit skipti litlu eða engu máli. Hraðinn var reyndar ekki sá sami niðri í eldhúsi því talsverð stund leið á milli rétta, lengri en gengdi góðu hófi. Svo var stórundarlegt innskot frá yfirþjóninum að koma alltaf öðru hverju á hlaupum að borðinu til að spyrja “All is OK yess!?!” og rjúka svo burt með það sama án þess að hlusta eftir svari. Sannarlega var ekki allt “OK” og vel hefði mátt laga eitthvað af því ef gestirnir við borðið hefðu fengið að tjá sig. En svo má efast um að það hefði skipt nokkru máli því það virtist sama hvað sagt var, öllu var mætt með sama hlýja, breiða brosinu og einhverju “yess, yessi!”.

Hvaða sirkusatriði á þetta eiginlega að vera? Getur verið að aðstandendur þessa veitingastaðar hafi ekki kynnt sér standardinn í íslenska veitingageiranum áður en vaðið var út í þessa hyldjúpu laug. Íslenskir veitingahúsagestir eru góðu vanir og það þýðir ekkert að bjóða uppá svona fíflalæti og ætlast svo til að maður borgi uppsprengt verð fyrir herlegheitin, því ódýr er þessi staður sannarlega ekki. Kannski voru þau öll að vanda sig svakalega mikið en það fór alveg öfugt í mig og mína og því miður treysti ég mér bara alls ekki aftur í þennan skrítna tungumálagátuleik. Sem er synd því maturinn, það af honum sem skilaði sér á borðið, var góður, jafnvel betri en annar Kínamatur sem í boði er í borginni. En út af hinum stöðunum hrökklast ég ekki sveittur og móður með dúndrandi hjartslátt eftir öll hlaupin í þjónunum. Og þar skilja menn það sem ég segi.

Friday, August 10, 2007

London étin á sex dögum.....

Sumir gætu haft þá skoðun að í Frakklandi steiki menn lynghænur betur, Í Þýskalandi sé að finna besta súrkál veraldar og á Ítalíu sé pasta næstum guðdómlegt en það breytir ekki þeirri staðreynd að London er matarhöfuðborg Evrópu og hana nú! Þar má líka finna alla framantalda matergerð og miklu, miklu meira. Þegar spurt er í London; hvar eigum við að borða í kvöld, væri nær að spyrja; hvað langar okkur að borða í kvöld, því óvíða í hinum siðmenntaða heimi er að finna fleiri og fjölbreyttari veitingastaði en í þessari stórkostlegu borg. Kóreanskt eða Kínverskt, Indverskt eða Grískt, Arabískt eða Ungverskt, hvaðeina sem manni getur dottið í hug á sinn fulltrúa einhverstaðar í London.
Allflestir veitingastaðir sem ég kom inná voru hreinir, með fallega innréttað rými, hlýlegt og kurteist starfsfólk og ilmuðu af góðum mat en sama þumalputtareglan gildir við val á stöðum í borginni eins og annarstaðar, ef staðurinn er skítugur með óaðlaðandi aðkomu, áhugalaust eða dónalegt staff og ef þar er vond lykt ætti maður að leita víðar.

Ítalski fjölskyldustaðurinn Biagio niður við Thames, við hliðina á Embankment túbustöðinni, er ágætur viðkomustaður pasta-unnandans. Hér má fá góðan Ítalskan mat í skemmtilega yfirdrifnu Ítölsku umhverfi, minnir í óhófi sínu um margt á veitingastaðinn Ítalíu við Laugaveg. Í nokkrum heimsóknum á 10 ára tímabili hefur þessi vinalegi, litli veitingastaður alltaf skilað sínu. Kannski ekki ástæða til að ferðast langar leiðir til að sækja heim en viðkomu virði ef svengd sækir að og maður er staddur í nágrenninu.
6 stig fyrir góðan, Ítalskan mat.
7 stig fyrir skemmtilega Ítalska þjónustu
7 stig fyrir ofskreytt en hlýlegt Ítalskt umhverfi
6 stig fyrir verðlagningu í samræmi við gæði.
Samtals 26 stig. Góður Ítalskur staður að detta inná.

Cafe Des Amis rétt hjá Covent Garden er frábær Franskur veitingastaður, með franskan samtímamatseðil og í kjallaranum er stórkostlegt úrval osta og betri vína. Styrkur veitingastaðarins liggur í frábærri matseld, snyrtilegu umhverfi, sanngjörnu verði og sérlega professional staffi. Allir sem komu að borðinu okkar meðan á máltíðinni stóð voru afar kurteisir en um leið hlýir og indælir. Við innganginn er móttökustjóri sem gerir ekkert annað en taka á móti gestum, koma þeim fyrir á rétta staði og láta þeim finnast þeir vera velkomnir strax við dyrnar. Maturinn er ævintýralega góður, fínlegt jafnvægi í kryddnotkun og eldun. Gott úrval vína og skemmtilegur eftirréttaseðill. Fínn veitingastaður í þröngri hliðargötu rétt við markaðinn fræga.
8 stig fyrir vandaða matseld.
8 stig fyrir faglega og vingjarnlega þjónustu.
8 stig fyrir snyrtilegt, modern umhverfi.
8 stig fyrir verð versus gæði.
Samtals 32 stig. Vandaður veitingastaður með góðan mat og góða þjónustu.

Lengi vel hefur Indverski staðurinn Delhi Brasserie í Soho verið í uppáhaldi. Heldur hefur fjarað undan honum í seinni tíð þótt hann sé enn boðlegur og mættu bæði kokkar og þjónar aftur fara að vanda sig líkt og þeir gerðu árum saman. Staðurinn er við hliðina á Ronnie Scott´s jassklúbbnum þekkta, reyndar er lítill Marokkóskur veitingastaður á milli, svo kannski er túrisminn að rugla menn eitthvað í ríminu, þarna fer mikill fjöldi fólks um á hverju kvöldi og alltaf er líf í tuskunum. Það afsakar þó ekki klaufalega þjónustu og frekar flatt curry. Blanda forrétta skildi eftir fleiri spurningar en hún svaraði, hvað var t.d. uppþornuð og algerlega ofelduð lambakóteletta að vilja uppá dekk innanum fallega kjúklingabita, sheekebab og fleira góðgæti úr tandoori ofninum. Báðir aðalréttirnir voru bragðdaufir þó beðið hafi verið um medium og meðlæti var óspennandi.
3 stig fyrir slaka eldamennsku í síðustu tveimur heimsóknum.
3 stig fyrir þjónustu sem var á mörkum þess fáránlega, þjónar komu hver oní annan og enginn vissi hvað sá fyrri hafði afgreitt og svo var einhver “tjúsund tjakk” kjánagangur sem átti að láta manni finnast Íslendingar eitthvað sérstaklega velkomnir.
7 stig fyrir vinalegt, og hreinlegt umhverfi.
4 stig fyrir verð talsvert umfram gæði.
Samtals 17 stig sem er því miður engan veginn nógu gott á jafn þekktu og rómuðu veitingahúsi.

Á Charlotte st. er indverski staðurinn Curry Leaf og núna erum við að dansa. Staðurinn fékk bestu einkunn ársins hjá AAA samtökunum og stendur fyllilega undir hrósinu. Í þessari götu eru margir litlir, skemmtilegir staðir sem vert er að athuga og upplagt að byrja á þessum. Hann er ekki stór en afar snyrtilegur, tvær borðaraðir inn eftir endilöngu rýminu og fjögur tveggja manna borð úti á veröndinni. Það var einstaklega afslappandi að sitja úti í sólinni og virða mannlífið fyrir sér á meðan snætt var langbesta curry sem undirritaður hefur fengið í London í seinni tíð. Þjónarnir virkuðu örlítið feimnir í fyrstu en jöfnuðu sig fljótt og komu sterkir inn með fróðleik og gamansemi, ávallt kurteisir þó.
Blanda af forréttum úr ofninum var blessunarlega án kótelettukolamolans sem fyrr segir frá, hér var næmni í eldamennskunni og jafnvægi í kryddblöndum. Aðalréttirnir voru bragðmiklir án þess að ofbjóða og sá sterkari var sérlega góður, kom hjartslættinum úr hægagangi og framkallaði nokkrar svitaperlur, allt eins og það á að vera. Meðlæti var bragðgott og fallegt á diskinum, tvennskonar chutney og laukblanda með poppadominu, Bombey kartöflur og pilau hrísgrjón með matnum auk Nan brauðsins sem ekki má vanta. Eftirréttur var sæt bolla í enn sætari sósu, sykurskammtur vikunnar afgreiddur í fjórum bitum.
10 stig fyrir frábært curry og vandað, fínlegt meðlæti.
8 stig fyrir kurteisa og vandaða þjónustu.
8 stig fyrir látlaust og snyrtilegt umhverfi.
10 stig fyrir mjög sanngjarnt verð á góðum viðurgjörningi.
Samtals 36 stig. Einn albesti Indverski veitingastaður sem ég hef komið á utan Reykjavíkur og mæli ég hiklaust með Curry Leaf fyrir þá sem líkar curry á annað borð.

Veitingastaðurinn Light of Nepal hefur í 2 til 3 áratugi verið í miklu uppáhaldi hjá Íslenskum ferðalöngum í London. Staðurinn er á King st. í Hammersmith, rétt vestan við Ravenscourt Park túbustöðina, kippkorn frá því miðbæjarsvæði sem mest var skoðað nú, og býður uppá Nepalskan mat frekar en hefðbundinn Indverskan.
Heimsókn á þennan stað fyrir réttum tveimur áratugum skildi eftir sig magnaðar minningar um frábæran mat. Í dag stendur þessi staður engan veginn undir orðsporinu og vantar mikið uppá. Maturinn var flatur og óspennandi, varla hægt að segja að hann hafi einu sinni ilmað vel sem er þó yfirleitt til marks um gott curry. Íslendingunum var fagnað mjög þegar við gengum í salinn en að öðru leiti var þjónustan næstum absúrd og gekk aðallega útá að þykjast ekki skilja neitt tungumál. Verðlag var hærra en ásættanlegt er fyrir ekki betri mat, mál er að linni og mun ég ekki borða aftur á þessum stað í bráð.

Lítil Indversk matstofa í suð-austur Soho, Bay of Bengal, lætur lítið yfir sér sunnarlega á Greek Street en bíður uppá gott, bragðmikið curry og Tandoory. Liggur vel við höggi í hádeginu en um leið og þessi tiltekni staður er þokkalegur er hann samnefnari fyrir ótal marga svipaða staði í þessum hluta borgarinnar og þó víðar væri leitað. Kannski er vert að hafa í huga, til viðbótar lágmarkskröfunum tíunduðum hér í upphafi skrifanna, að við val á “skyndi” bitastað, og þá er alls ekki átt við þá hræðilegu ruslfæðisstaði sem plaga London eins og allar aðrar borgir hins siðmenntaða heims, ber að sneiða hjá “keðju” stöðunum og leita uppi smærri lóköl. Helst þar sem eigendurnir eru sjálfir við stjórn. Þessi tiltekni staður er einn slíkur. Ekki neitt fansý “út að borða” en alvöru curry á sanngjörnu verði.

Vodka and Food er á St. Annes court, þröngri tengigötu milli Dean st. og Frith str. í Soho. Tilkomumikið úrval Vodka frá öllum helstu framleiðendum heims. Ef hugmyndin er að setjast einhverstaðar inn og fá sér frískandi áfengisblöndu er þessi staður verður einnar heimsóknar að minnsta kosti. Staðsettur í miðju klúbba- og restauranta hverfinu er hann samt örlítið til hlés. Stutt frá Oxford street, Soho Square og öllum hinum kennileitunum á þessu svæði borgarinnar.


Eitt mesta ævintýri síðustu ferðar var heimsókn á einn af eldri Ítölsku veitingastöðum borgarinnar, Il Ciciliano, í hjarta Soho við götu þar sem allt var Ítalskt fyrir ekki svo mörgum árum síðan. Il ciciliano er nú einn eftir af “orginölunum”. Við fengum hlýlegar móttökur og vorum boðin velkomin þó kvöldi væri tekið að halla, reyndar komið fast að miðnætti. Frábær Ítalskur matur á sanngjörnu verði og þjónustan var persónuleg og einlæg, sannarlega heimsóknar virði. Innréttingar eru að hluta frá “gamla landinu” og rýmið er mótað eins og kjallarahvelfing gamallar kirkju, bogadregnar línur og freskur málaðar beint í gipsið. Ævintýrið sjálft hófst hinsvegar fyrir alvöru eftir máltíðina þegar við báðum um að fá að klára kaffi og koniak við eitt borðanna úti á stétt. Við höfðum veitt athygli tveimur afar hressum mönnum sem gæddu sér á Gorgonsola og hvítvíni og heilsuðu öllum sem leið áttu hjá. Þarna var eigandi veitingastaðarins og félagi hans að slaka á í lok dags og þeir þekktu alla í hverfinu og allir þekktu þá. Einstök upplifun að fá að sitja með ekta Ítölskum mafí...uhumm, sönnum Ítölskum herramönnum og deila eins og einni koniaksflösku með þeim.
8 stig fyrir góðan “orginal” Ítalskan mat
8 stig fyrir hæverska og vinalega þjónustu
8 stig fyrir “Ítalskt” umhverfi
8 stig fyrir hæfilegt verð
Samtals 32 stig. Einn síðasti “orginal” staðurinn í Soho, frábær lítill staður.

Monday, February 05, 2007

Apótekið







Ein af mínum fyrstu minningum úr æsku var þegar ég og afi fórum í bæinn. Ekki man ég erindið, árstímann eða önnur smáatriði en ég man götuhorn og á því horni stóð skrítinn karl og kallaði nefmæltur nöfn allra fréttablaða sem þá voru gefin út. Fékk seinna að vita að þessi náungi hét Óli blaðasali og hornið sem hann stóð á og galaði blaðaheitin var hornið á Austurstræti og Pósthússtræti. Og tröppurnar hans voru tröppurnar að Apótekinu. Mér hefur alltaf þótt svolítið vænt um þennan tiltekna stað í borginni.
Lengi eftir að þarna var opnaður veitingastaður var ég hálfragur við að kíkja á hann en auðvitað gerði ég það að lokum. Enda varð Apótekið fljótt umtalað og ekki dugar að hafa enga skoðun á því sem um er rætt. Ég var líka spenntur að sjá hvernig til hafði tekist með innréttingar og samspil þess gamla og nýja.
Salurinn hefur verið opnaður endilangt og færður nær upprunanum. Sjálfsagt ekki margir á lífi sem muna svo langt aftur en reynt hefur verið að hafa allan frágang sem líkastan því sem upphaflega var. Afgreiðsluborðið fremst í rýminu, þar sem áður voru afgreidd lyf, er nú bar og biðsalur viðskiptavina lyfsalans er setustofa. Þar sem í fyrndinni var opið út í garð, aftantil í stóra salnum, er nú eldhús. Glerveggur skilur á milli og því eru kokkarnir vel sýnilegir á meðan þeir elda. Sjálfur matsalurinn er dálítið á lengdina, borð fyrir fjóra eða fleiri við gluggaröðina og raðir af tveggjamanna borðum inneftir miðjunni. Innst er svo herbergi það sem minni hópar geta fengið að vera prívat. Allt er málað mildum, björtum litum og ljósakrónurnar loka heildarmyndinni afar smekklega. Staðurinn er fallegur og aðlaðandi, hlýlegur þó hann sé svona stór og opinn. Og virðingin fyrir fortíðinni er augljós þó nútíminn sé í aðalhlutverki.
Tilgangur heimsóknar á veitingahús er hjá mér, eins og sennilega hjá flestum, að fá eitthvað að borða. Eitthvað gott að borða og að láta stjana svolítið við mig á meðan snætt er. Hvort tveggja þarf að vera í sómasamlegu lagi til að heimsóknin heppnist vel og viðskiptavinurinn fari ánægður heim. Og komi þá vonandi aftur. Þegar ég bað stúlku sem þarna gekk um beina, um þurrku, til viðbótar þeirri einu sem okkur tveimur hafði verið ætluð, var svarið: “sorry, I don´t speak Icelandic”. Er það ásættanlegt á einu af dýrari veitingahúsum borgarinnar? En þjónn hússins leysti öll mál sem upp komu af fagmennsku og kurteisi. Hann er áhugamaður um vín og er fróður um þau sem í boði eru. Hann er veitingastaðnum til sóma. Aðrir sem þarna voru að þvælast um salinn eru það ekki. Fyrri heimsókn mín á Apótekið var með stórum hópi fólks og um helgi. Mikill handagangur var í öskjunni og ekki sanngjarnt að meta viðurgjörning í smáatriðum útfrá þeirri reynslu. Því ákvað ég að koma aftur og þá með minni látum. Maturinn í þessum tveimur heimsóknum kom mér í opna skjöldu. Enginn í tólf manna hópnum var alveg ánægður og þá smakkaði ég túnfisksteik sem var bragðlaus og þurr. Wasabypiparsósa náði ekki flugi og niðurstaðan var vonbrigði. Er þetta þó einn af réttunum sem yfirkokkurinn mælir sérstaklega með. Í seinni heimsókninni pöntuðum við jólamatseðilinn og stendur uppúr hvað allt sem borið var á borð var einstaklega óspennandi. Lítið virðist spáð í bragð og útlit og botninum var náð með grænu hummusi sem var svo illa útlítandi að við báðum þjóninn að fjarlægja það svo matarlystin færi ekki sömu leið. Af fjórum forréttum stóð enginn uppúr, sama flatneskjan og bragðleysið af öllu, en graskerssúpan var kannski sínu verst. Af aðalréttunum var svínasíðan langsíst og aðrir réttir ekki nema aðeins skárri. Þoskhnakki með reykýsusósu var slepjulegur og grillaði aspasinn sem fylgdi honum var trénaður. Maturinn var ekki bara óspennandi á að líta, hann var beinlínis vondur. Það eru mestu vonbrigðin við heimsóknirnar á Apótekið. Við smökkuðum ýmis vín með þessum jólamatseðli og sú upplifun, og fróðleikurinn sem fylgdi, var besti hluti kvöldsins.
Apótekið fær tvær stjörnur, eina fyrir fallegt og hlýlegt umhverfi sem tekur vel á móti manni og eina fyrir þjóninn góða sem gerði allt sem hann gat til að bjarga kvöldinu.




Heimasíða Apóteksins er:www.veitingar.is - ljósmynd fengin þaðan

Monday, January 15, 2007

Bada-bing !


Veitingastaðir í jöðrum iðnaðarhverfa? Er tilvist þeirra ein og sér ekki efni í einhverskonar samfélagsstúdíu? Matarholur sem existera fyrst og fremst til að fullnægja þörf vinnandi manna á að fóðra sig, á sem haghvæmastan og gjarnan fljótlegastan hátt, hljóta að lúta öðrum lögmálum en þær sem snúast um afþreyingu og raunveruleikaflótta viðskiptavinarins. Allavega reyndi ég að stilla mig inná einhverja slíka hugsun þegar ég gekk inn á veitingastaðinn Bada-bing í Hafnarfirði. Bada-bing?! Er verið að sítera, með nafngiftinni, í eitthvert ítalskt gangsterslang að hætti mafíunnar vestan hafs? Eða þýðir þetta í alvöru eitthvað á Thailensku? Og þá hvað?

Aðkoman er stórundarleg, ófrágengið bílastæði, risastórt skilti á húsgafli á iðnaðarhúsnæði, sem hefur reyndar hýst menningarstarfsemi um nokkurt skeið og fáir aðrir vegvísar að sjálfum staðnum. Engar merkingar á hurð og dyrnar sjálfar ekki nógu greinilegar í gluggaröðinni, maður þarf að leggjast á gægjur til að sjá hvort fletta er veitingastaðurinn eða bílaverkstæði Badda.
Stór salur, hátt til lofts, vítt til veggja og lagnir sýnilegar eins og títt er í iðnaðarhúsnæði. Engir kúnnar og staffið, kokkur í kokka-klæðum, stúlka, og illa tilhafður piltur til viðbótar, sitjandi frammi í borðsalnum með fartölvu og kaffibolla. Risastórt tjald á vegg sem á er varpað einhverri íþróttasjónvarpsstöð. Viðskiptavinurinn er eiginlega tilneyddur að spyrja; “Er opið hjá ykkur núna”? Ekki að sú spurning hafi hreyft tiltakanlega mikið við þeim þremur sem þarna sátu og slökuðu á.
Aðeins helmingur matseðilsins í boði, þessi vinstra megin á blaðinu. Hitt bara einhverjar pítsur og hamborgarar, barnamatseðill og svoleiðis “vesen”. Algjört ævintýri í mannlegum samskiptum að reyna að fá piltinn til að skilja pöntunina, sem þó var ekki ýkja flókin enda aðeins helmingur seðilsins í boði. Ekki var um að kenna ólíkum menningarlegum uppruna eða tungumálaskilningsleysi, því þetta tætingslega ungmenni var, án alls efa, af innlendu bergi brotinn.
Lítið hægt að gera annað en bíða og sjá hvað kæmi að lokum á borðið. Já einmitt – “að lokum”. þegar maður er látinn bíða eins lengi eftir matnum og við þetta kvöld er maður að vonum orðinn eftirvæntingafullur þegar hann loks skilar sér á borðið.
Og til að allrar sanngirni sé gætt er rétt að það komi skýrt fram; maturinn sem borinn var á borð bragðaðist ágætlega. Hann leit hinsvegar út eins og honum hefði verið mokað á diskana með miðlungstórri sandkassaskóflu, kúffullir diskar af hrísgrjónum á mann og svo sinn rétturinn hvor á tveimur diskum til viðbótar, ausið beint af pönnunni. En hvað var það þá sem tók allan þennan tíma? Og afhverju fylgdu engin áhöld með til að skammta matinn?

Sá sem eldar þarna kann að líkindum eitthvað til verka, maturinn bar það með sér kominn í munninn. En er nauðsynlegt að slubba þessu á diskana líkt og gert er í mötuneytum ríkisfangelsa í Amerískum bíómyndum? Hefði ekki verið jafn lítið mál að færa þetta upp þannig að þetta liti í það minnsta út eins og matur pantaður af matseðli á veitingahúsi um kvöldmatarleytið föstudaginn fyrir áramót og ætlaður 6 manna barnafjölskyldu.
Og í alvöru; hvað var með piltinn sjoppulega sem sauðaðist við afgreiðsluborðið og villti á sér þær heimildir að hann væri þarna staddur til að ganga um beina? Er feluleikurinn í aðkomunni, kuldalegt og fráhrindandi umhverfið, kjánalegar móttökurnar og helmingaður matseðillinn ekki nóg? Þarf að gulltryggja að maður kemur aldrei nokkurn tíma aftur inn á þennan stað með því að hafa enga... minna en enga, þjónustu... eða öllu heldur afgreiðslu, sem er sennilega réttara orð?

Viðmiðið hlýtur ávallt að vera það sama, hvort heldur er um að ræða veitingastað vandan að virðingu sinni, eða ræfilslega matarholu í jaðri iðnaðarhverfis. Maturinn þarf að vera í lagi, umhverfið má helst ekki vera þannig að manni líði beinlínis illa inni á staðnum og sá sem sér um afgreiðslu, milligöngumaðurinn, þarf að hafa í það minnsta gripsvit á því verki sem honum er ætlað að vinna og helst að vera hreinn, sæmilega kurteis og þokkalega til fara líka.
Breytir engu hvort staðurinn er í dýrari eða ódýrari klassa, þessir tilteknu hlutir þurfa helst að vera í lagi.
Á Bada-bing er aðeins eitt þessara atriða í þokkalegu lagi, sjálf eldamennskan, maturinn bragðast ekki illa. Allt annað, á þessum illa heppnaða matsölustað, er algerlega út í hött og gefur manni enga ástæðu til endurkomu.

Sjávarkjallarinn


Ég þurfti aðeins að leita til að finna Sjávarkjallarann, þó rata ég vel í miðbænum. Engar glannalegar merkingar eru utan á húsinu sem vísa manni á þennan rómaða veitingastað, maður verður bara að spyrja til vegar.
Aðgengi að staðnum er í gegnum lobbý á túrista-information centrúmi sem gangsett var fyrir nokkrum árum, og svo niður tröppur að gömlum hlöðnum kjallara. Strax þar á þröskuldinum virkar aðkoman dularfull og spennandi. Sumir fá “innilokara” en mér þótti gott að koma inn þar sem lágt er til lofts og lýsing dempuð. Gólfin eru lögð steinum eins og þeim sem kjallarinn er hlaðinn úr, tilfinningin dálítið eins og að koma ofaní dýflissu í gömlum kastala. Fiskabúrið undir barnum er svo efni í aðra grein í allt öðru tímariti.
Fremra rýmið er móttaka og lítill setukrókur úr plexigeri og plasti, nett undarlegur, með eldrauðum leðurklæddum svefnbekk. Salerni eru einnig staðsett í þessu rými og þegar mest er að gera um helgar geta myndast biðraðir við þau.
En matsalurinn innar í kjallaranum er málið. Mér datt í hug lína úr ljóðinu Sigtryggur vann, Þursaflokksins; “Hér er stofan ný, hún er öll tjölduð og þakin með blý”. Einstaklega aðlaðandi og smekklegt umhverfi. Uppfullt af góðum tilfinningum. Maður finnur strax hvað öllum, starfsliði og gestum, líður vel þarna inni. Fáum sögum fer af útsýninu, enda er kjallarinn niðurgrafinn eins og kjallarar eru gjarnan. Þess vegna heita þeir “kjallarar”.

Hvert borð var setið og allt á fullu, þó varð ég ekki tilfinnanlega var við umferð þjónanna um salinn. Þeir liðu um lókalið átakalaust og öruggt. Ég þurfti aldrei að skima eftir þjóninum og allar hans innkomur voru einstaklega fagmannlega útfærðar. Samt var hann líka kurteis og þægilegur. Stúlkan sem tók á móti okkur síðast og afgreiddi fordrykkina mætti taka hann sér til fyrirmyndar. Henni þótti ekki nógu gaman í vinnunni.
Matseðillinn virkar svolítið asískur við fyrsta yfirlestur en þó er hann það ekki alfarið. Sumir réttanna bergmála austrið fjær, sezuan, tobanjan, su-miso, satay og tandoori en í eldhúsinu eru íslenskir meistarakokkar, Matreiðslumaður ársins 2004 og nýbakaður matreiðslumaður ársins 2006.
Dark shadow laxinn og Four seasons, fjórir fiskréttir urðu fyrir valinu sem ágæti dagsins. Á undan fengum við óvænt skemmtilegan forrétt í miniútgáfu af gömlu glerkrukkunum með hespulokinu, þið munið. Eitt-núll fyrir kokkunum, búið að leggja línurnar strax í upphafi máltíðar. Eldamennska verðlaunakokkanna stóð fyllilega undir væntingum, allir fiskréttirnir fjórir voru góðir en laxinn stóð uppúr sem langbestur þetta kvöld. Seinna prófuðum við óvissuferð samsetta úr nokkrum ólíkum réttum og þó meistararnir hafi hvorugur verið á vakt það kvöld virtist það ekki koma að sök. Ef eitthvað var síðra það kvöld var það helst að biðin milli rétta var vandræðalega löng svo tognaði verulega úr máltíðinni. Ef fjölgar svo í salnum að erfitt er að ráða við það þarf líka að fjölga í staffinu.
Hlutverk borðbúnaðar er stundum vanmetið, nauðsyn sérkenna og samspils, hver rödd þarf að heyrast en kórinn verður samt að hljóma. Sjávarkjallarinn fer einum lengra í þessum efnum. Mikil vinna og natni er lögð í útlit og áferð réttanna og maður getur ekki annað en hlakkað til að smakka. Maturinn var frábær í þessi þrjú skipti sem við heimsóttum staðinn og hann var fallegur á diskinum löngu eftir að hann var búinn. Reyndar máttu diskarnir gjarnan standa örlitla stund, eftir máltíðina, svona eins og til að treina ánægjuna. Verðið er örlítið hærra en sumstaðar en kúnninn fær líka örlítið meira. Álagning á vín er hér, eins og víða, alltof há en gott úrval er á seðlinum.
Sjávarkjallarinn er meðal bestu veitingahúsa borgarinnar og fær fimm stjörnur.

Tuesday, November 28, 2006

Silfur, Hótel Borg

Eðlilega eru ekki allir á sama máli um ágæti breytinganna á veitingasalnum í Hótel Borg, en mér finnst þetta svolítið töff. Er reyndar enn á báðum áttum með betrekkið í Jóhannesarstofu en arininn þar er sannarlega “showpiece”. Og svo er hann opinn að aftan bæði og fram. Stærra eldrými er á þeirri hliðinni sem snýr inn í veitingasalinn og þar logaði bíómyndalegur “special effects” eldur úr gasi. Frekar flott. Hvorki eru myndir né annað skraut á veggjunum en ljósakrónurnar og sagaður steinninn á arninum og súlunum bæta þann skort fyllilega, jafnvel þó einhverjir mæri Indiana Jones propsið sem hafði hangið þarna áratugum saman og safnað ryki. Frétti reyndar að til stæði að koma því dóti öllu saman fyrir í lobbíi hótelsins, svo ekki fer það langt. Betrekkið og steinninn eru síðan snilldarlega bergmáluð í borðhaldinu sem smádúkur undir köldum réttum og hnefastór platti undir heitum. Hipp og kúl.
Það var fjölmennt á Silfrinu þetta föstudagskvöld og ég skrifa kauðslegar móttökurnar við dyrnar á það. Ef þjóninn hinsvegar lætur alla hanga frammi á gangi í aulalegri bið í byrjun kvölds þá skora ég á Silfursmenn að laga þann þátt. Kannski væri ráð að hafa “butler” í anddyrinu til að taka á móti gestum. Það væri flott. Ef til vill komum við bara inn um bakdyrnar án þess að átta okkur á því, en þarna var samt áður gengið inn í hinn fornfræga Gyllta sal og síðar, til að komast á Skuggabarinn sáluga. Þangað inneftir var förinni þó ekki heitið að þessu sinni.
Á matseðlinum er gesturinn varaður við því að allir réttirnir séu “í forréttastíl” og sá varnagli er ekki sleginn að ástæðulausu. Ókunnugur gæti fornermerast þegar á borðið fara að streyma skammtar sem varla eru uppí nös á ketti og sumum gæti þótt verðlagið eftir því vera heldur í hærri kantinum. En þá er líka bara hálf sagan sögð. Eftir yfirlestur og samtal við þjón var ákveðið að fylgja meðmælunum á matseðlinum og fara í einskonar óvissuferð. Kokkarnir velja matinn, ég hef alltaf verið til í smá áhættu! Annar þjónn kom og bauð okkur að velja vín en spurði svo hvort við vildum treysta sér fyrir þeirri ákvörðun. Ég var efins en sló til, hafði enda enga ástæðu til að vantreysta þessum þjóni. Og vísast myndi hann vera miklu nær um hvað færi vel saman, matur og vín, í þessu ferðalagi sem til stóð. Svolítið varð ég hissa þegar hann birtist svo með kampavínsflösku, þær veigar skyldu fara saman með fyrstu forréttunum. En maður mótmælir ekki settum kúrs, skipstjórinn ræður. Heldur stóð þó tæpt að fyrsti rétturinn næði í restina á freiðinu, smá lögg var eftir svo það rétt slapp. Reyndar fannst mér pínulítið óþægilegt hve margir þjónar skiptust á að þjóna okkur, maður nær mikli minni contact við sinn. En þjónustan á Silfrinu er góð. Maturinn raðaðist á borðið og það fer ekki á milli mála að það er gaman í eldhúsinu. Ég hef sagt að fátt gleðji mig eins og þegar sést að einhver hefur vandað sig. Hver einasti réttur sem borinn var á borð þetta kvöld, og þeir voru margir, var listaverk. Allt spilaði saman hreinan hljóm, útlit, framsetning og bragð. Alltof langt mál væri að telja upp og meta hvern rétt fyrir sig svo ég læt nægja að segja; allir réttirnir voru frábærir, hver á sinn hátt og þeir voru allir skemmtilegir sem er ekki svo lítið afrek. Dúfan var sigurvegari kvöldsins í keppninni “besti rétturinn”. Vínin, hvítur þjóðverji í fyrri hálfleik og rauður fransmaður í þeim síðari, pössuðu alveg ótrúlega vel við hinn fjölbreytta matseðil. Velti samt fyrir mér, af og til, þessu kampavíni - var ekki alveg að fatta það. Tónlistin, sem heyrðist ágætlega úr nýja hátalarkerfinu, var undarleg og nett stressandi en átti líklega að vera það. “Plötusnúður”, þið vitið, allir halda að það sé flott. “Live” klassa “act” hefði verið miklu meira kúl hér.

Silfrið heppnaðist og meir að segja frekar vel. Fullt hús stiga hefði steinlegið ef ekki hefði borið einn skugga á. Traust er dýrmætt og vandmeðfarið og mér þótti mitt örlítið misnotað að þessu sinni. Þótt tilefni borðhaldsins hafi verið að fagna áfanga efast ég um að við hefðum pantað 9000 króna kampavínsflösku með forréttunum hefðum við sjálf valið vínin. Þarna sætti þjónn lagi en hefði að sjálfsögðu átt að nefna við okkur að freiðið væri tvöfalt dýrara en venjuleg vínflaska. Þetta kom okkur í opna skjöldu þarna í restina og setti örlítið leiðan blett á annars fullkomna matarupplifun. Þó ég vilji halda að þetta hafi átt að vera liður í “special treatment”, sem ég reyndar borga svo sjálfur fyrir.
Silfrið verðskuldar háa einkunn, jafnvel fimm stjörnur en fær fjórar. Ég held einni eftir í pant fyrir flöskuna dýru. En kvöldið var vel heppnað.

Monday, November 13, 2006

Tapasbarinn, taka þrjú

Mér vitanlega er Tapasbarinn með opið eldhús lengst frameftir af veitingahúsum borgarinnar. Má vera að einhverjir hafi opið jafnlengi eða lengur og þigg ég ábendingar um þá staði, en þangað til ég veit betur hefur Tapasbarinn vinninginn. Afgreitt er eftir matseðli og full þjónusta er veitt þó komið sé fast að miðnætti. Hentar vel svona B fólki eins og mér. (A fólk fer í gang fyrir allar aldir og er komið í ró fljótlega eftir fréttir sjónvarpsins, B fólk sefur frameftir en er í stuði langt fram á kvöld).
Heimsóknin að þessu sinni var ekki síðri en sú næsta á undan, jafnvel betur heppnuð. Sami þjónn sinnti okkur mestanpart og hann sýndi enn að honum leiðist ekki í vinnunni. Stúlkurnar eru ekki eins ákveðnar en eru staðnum til sóma og prýði. Sú sem kom með fyrsta réttinn á borðið, kengúrukjöt, hefði þó að ósekju mátt presentera það af meiri spennu, eins framandi og það er. Þess í stað smellti hún diskunum á borðið og sagði lágt, um leið og hún snérist á hæl; "kengúra" ! Og þegar ég kváði sagði hún aðeins hærra "KENGÚRA" ! Ekki orð um eldunaraðferð eða meðlæti. Engin mystík.
Þetta var eina atriði kvöldsins sem hægt er að gagnrýna með þykkju, allt annað var frábært og þjónninn góði kom strax oní kengúruna með annan rétt sem hann fylgdi úr hlaði með lýsingum sem gerðu hann freystandi og spennandi (þ.e. réttinn). Sama vín var drukkið og í síðustu heimsókn og fer það vel með fjölbreyttum réttunum. Við völdum samsettan seðil þar sem ákveðnir eru tveir réttir en kokkarnir ráða þremur. Allir réttirnir voru bragðgóðir og vandaðir og við fengum að vita um innihald og aðferðir. Kengúran, sem kom fyrst, var frábær og eins var humarinn góður. Sístur var nýr hörpudisksréttur en trúlega var hráefninu um að kenna því sultaðir tómatarnir sem fiskurinn hvíldi á voru bragðgóðir.

Fyrir utan opnunartímann þá hefur tapasbarinn margt annað sem freystar endurkomu. Góður, fjölbreyttur matur, hlýleg og persónuleg þjónusta og skemmtilega "útlenskt" umhverfi, svolítið hávært og greinilega gaman á öllum borðum.

101 hótel

Þess er ekki langt að bíða að hér birtist rýni á Apótekið, en þangað til langar mig að fara nokkrum orðum um stað sem við heimsóttum eftir að máltíðinni lauk. Við kíktum inn á 101 hótel og ætluðum bara í einn "Irish", (fyrir svefninn)! Ekki málið "gjöriðisvovel" og allt það. Settumst við skemmtilegt útsýni innst í salnum (ég þurfti reyndar að standa aftur upp og fara á barinn til að panta). Eftir smástund komu drykkirnir og litu vel út í háum glösunum, þrjár kaffibaunir ofaná rjómanum. Lykta létt af og fá sér svo sopa... en viti menn... þá voru öll ljósin kveikt og rödd, með áberandi hreim, kallaði hátt og ákveðið: "nú'r búnn a loka!!!".

Ég á ekki orð.

Kannski hefði ég átt að hunskast til að hlýða þegar einn þjónninn skipaði mér að fara oní kjallara til að "klára" drykkinnn sem ég var ekki byrjaður á, en mér þótti það lítið spennandi.

Nei... ég fór bara út.

Á heimleiðinni fékk ég hinsvegar, góðan "Irish" eins og alltaf á Rósenberg .

Og fékk að klár'ann.......!

Indian Mango

Loksins komst ég til að prófa þennan umtalaða stað eftir að hafa gert 4 tilraunir áður. Ég kom tvisvar að lokuðum dyrum, þarna er víst ekki opið á sunnudögum, og svo var lokað í lengri tíma í byrjun ársins af ástæðum sem mér eru ekki kunnar. Tvisvar var svo fullt útúr dyrum að ekki var hægt að fá borð en í þetta sinn var aðeins setið við tvö borð. Gestum átti reyndar eftir að fjölga þegar leið á kvöldið. Niðurstaða heimsóknarinnar er í sem stystu máli; “I don´t get it !!”.

Maturinn sem við fengum var ekki það góður að hann standi undir orðsporinu, reyndar voru allir réttirnir fimm nánast eins útlítandi og keimlíkir á bragðið. Svona sósujukk er hægt að kaupa í flestum betri matvöruverslunum á landinu og bæta svo sjálfur kjötinu útí, fyrir miklu minni pening. Fátt sem minnir á hefðbundið Indverskt eldhús í matargerðinni enda var Goa portúgölsk nýlenda til lengri tíma og flest sem þaðan kemur undir sterkum áhrifum af fyrrum herraþjóðinni. Ágæt heimasíða ferðamálaráðs héraðsins, www.goatourism.org, er upplýsandi og fróðleg um menninguna og matinn eins og hann er þar ...

Inngangur veitingahússins er þannig staðsettur að gestir ganga eiginlega ofaní og yfir þá sem fyrir eru og þjónninn þarf að fara allan salinn á enda til að veita móttöku. Þjónustan var tvískipt, ung stúlka sem virtist ekki skilja neitt tungumál en skrifaði þó í gríð og erg niður allt sem við sögðum og eldri maður, afar kurteis, sem greip inní þegar virtist stefna í óefni. Allt of mörgum borðum hefur verið komið fyrir í þessum litla kjallara svo þeir sem ganga um beina eiga fullt í fangi með að troðast hjá, virkar klaufskt og skapar óþarfa spennu. Grjóthrúgan í miðjum salnum hefði kannski getað róað stemmninguna eitthvað niður en það var því miður skrúfað fyrir hið fengsjúíska vatnsgutl á meðan við vorum á staðnum ef þetta er þá yfirhöfuð gosbrunnur.

Stundum gerist það að veitingastaður verður vinsæll bara afþví bara. Svo eru aðrir staðir sem slá í gegn vegna þess að maturinn þar er góður, þjónustan elskuleg, umhverfið þægilegt og verðið hóflegt. Á Indian mangó er maturinn ekki vondur, þjónustan ekki fráhrindandi, umhverfið ekki beint óþægilegt þó það sé svolítið ofhlaðið húsgögnum og verðið á viðurgjörningnum er ekki óhóflega uppsprengt en einhvernveginn langar mig samt ekki þangað aftur ...

Rýni þessi birtist í Mannlífi, september ´06

Brekka, Hrísey

Hrísey! Einangrunarstöð fyrir innflutt gæludýr. Galloway nautabúskapur á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Sjálfstæðisyfirlýsing endurnýjuð árlega. Hellulagðar götur. Dráttavélar. Alli Bergdal, Hallgrímur Helga og að sjálfsögðu; ... Árni Tryggva. Þessi næststærsta eyja landsins býr yfir galdri sem ég hef ekki kynnst eins áþreifanlega annarstaðar. Tíminn er ekki til eins og hann þekkist á meginlandinu og þegar ég spurði Nestorinn hvort hann vissi hvað klukkan væri spurði hann mig hvort ég vissi hvaða dagur væri. Allt tempo er hægara og allir eru ekkert að flýta sér.
Í rúma tvo áratugi hefur veitingahúsið Brekka verið rekið í eyjunni og varð frægt fyrir nautasteikurnar sem ekki fengust annarstaðar. Mér þótti það reyndar alltaf skondin einangrun því svo tók maður kjötið með sér tilbaka innvortis og enginn gerði athugasemd við það. En einangruninni hefur verið aflétt og eru hálfskoskar beljur nú víða á landinu. Brekka er þó enn á sínum stað í reisulegu húsi sem á sínum tíma var eitt stærsta hús eyjunnar. Saga hússins er samofin sögu plássins alveg frá því það var byggt með handafli á árunum 1932-34 en það gerði Tryggvi Jóhannson, faðir Árna leikara. Á heimasíðu veitingastaðarins, www.brekkahrisey.is má lesa sögu hússins auk matseðla og annars fróðleiks. Veitingastaðurinn er opinn yfir sumartímann og opnaður sérstaklega fyrir hópa á öðrum tíma ársins. Gisting er í boði og er verðið hóflegt. Miklu styttri skreppur er út í eyju en mætti halda, kannski eru allar gubbuferðirnar í Herjólfi svona sterkar í í minningunni að ef maður heyrir orðin ferja og eyja í sömu andránni hrökkva allar varnir í gang. En óttinn er ástæðulaus því ferðin er stutt og skipið þægilegt. Nærsveitamenn hafa þarna skemmtilegan valkost í veitingahúsaflórunni við Eyjafjörð.
Matseðillinn er fjölbreyttur og er plankasteikin líklega þekktust. Piparsteik og kjúklinga-bringa með quacemole sósu eru einnig í boði af kjöti og svo eru fjórir fiskréttir á sérréttaseðli. Samlokur, hamborgarar og panini með pepperoni eða skinku, pizzur með óvenjulegu áleggi og úrval baksturs, kanilsnúðar, kleinur og rabbabarakaka með rjóma. Sá sem finnur ekki eitthvað sem hann langar í af seðlinum er einfaldlega ekki svangur. Plankasteikin er annaðhvort lamba rib-eye eða nautalund og smakkaði ég lundina. Greinilegt var að kjötið hafði verið meðhöndlað af kunnáttumanni því það var svo meirt að það bráðnaði í munninum. Steikingin var nákvæmlega eins og um var beðið og stenst þessi steik fyllilega samanburð við það sem best gerist í höfuðborginni. Saltfiskkókossteik á kartöflumauki með sætri plómusósu er góður réttur og óvenjulegur. Humarsúpan á undan var með örlitlum koníakstón og var flauelsmjúk og bragðgóð. Svolítill galsi er í pizzunum á Brekku og eiga þær allar sameiginlegt að álegg er ekki sparað og ekki heldur ostur. Kjúklingapizza með rauðlauk, fetaosti og jalapeno er góð og einnig hvítlaukspizzan með osti og grænum pipar. Stúlkurnar sem ganga um beina í Brekku eru úr röðum heimamanna, þær eru brosmildar með ríka þjónustulund og hafa þægilega nærveru. Súkkulaðikakan, sem við fengum á eftir, lokaði máltíðinni fullkomlega og það var varla hægt að finna pláss fyrir einn “irish”. Það tókst þó og ekki sé ég eftir því. Þarna fékk ég eitthvert besta írska kaffi sem ég hef fengið ofan Ártúnsbrekku.
Gott útsýni er uppá meginlandið, heim að Árskógssandi og Dalvík og inn eftir Svarfaðardal og afar róandi var að fylgjast með þokunni læðast niður hlíðar fjallana á Tröllaskaga, næstum eins og að horfa á málningu þorna. Já, tíminn er sannarlega afstæður. Ég gef Brekku þrjár stjörnur og mæli með því að fólk prófi helgarferð í Hrísey.

Rýni þessi birtist, lítillega breytt, í Mannlífi, september ´06. Hér gefur að líta "orginalinn".

Nings, Stórhöfða

Kínamatur er góður, reyndar misgóður eftir veitingastöðum, en sjaldan vondur. Nokkrir staðir bjóða austurlenska rétti í höfuðborginni og eru þeir eins misjafnir og þeir eru margir. Nings hefur gert út á hollustuna í sinni matargerð og jafnan skartað fegurðardísum til að vekja athygli á veitingastöðunum sem eru orðnir þrír í borginni. Kúnninn getur valið að borða á staðnum, taka með eða láta senda sér matinn. Á Stórhöfða er bjartur og þrifalegur staður sem býður fjóra rétti úr hitaborði auk sérréttaseðils, sushi og sérstakra heilsubakka fyrir þá sem eru að passa línurnar. Hitaborðið í hádeginu hefur sloppið fyrir horn nokkrum sinnum en líka verið óspennandi í hin skiptin. Einhvernvegin þarf þessi matur að vera nýeldaður til að vera virkilega góður. Datt niður á hádegistilboð, í grænmetis- og heilsukafla matseðilsins, steiktar eggjanúðlur með kjúkling og grænmeti, og þann rétt panta ég örugglega aftur. Svo spillir nú ekki að stúlkurnar í afgreiðslunni eru bráðhuggulegar.

Hrútafjörðurinn

"Þættinum hefur borist bréf" og "fjölmargir hafa haft samband við undirritaðan" eru frasar sem margir muna úr gömlu Gufunni. Ekki get ég státað af fjöldanum en er afar þakklátur þeim tryggu lesendum sem gefa mér feedback á mín fátæklegu skrif. Því er ekki að neita að haft hefur verið samband vegna skrifa minna um veitingaskálana tvo við Hrútafjörð, reyndar ekki við mig persónulega. Ég vil endilega ítreka það sem áður hefur komið fram að ekkert sem ég birti hér, eða er birt eftir mig annarsstaðar, fer frá mér fyrr en eftir mikla yfirlegu. Ég stend fyllilega við hvert einasta orð sem ég skrifa og þeir sem kjósa að taka gagnrýni minni persónulega gera það alveg á eigin forsendum og ábyrgð. Það er ekki markmið hjá mér að vega að mönnum á persónulegum nótum enda myndi slíkt gjaldfella fullkomlega mín skrif. Ég einsetti mér strax í upphafi gagnrýnisferils míns að vera heiðarlegur og einlægur og skrifa jafnt um það sem vel er gert og það sem betur má fara. Einstaka sinnum hefur þó gengið svo gjörsamlega fram af mér að ég hef þurft að eiga það við samvisku mína hvort ég yfirhöfuð ætti að skrifa nokkuð um viðkomandi, hvort viðkomandi væri þess virði að frá honum væri sagt. Í nær öllum tilfellum hef ég ákveðið að rétt væri að lesendur fengju að vita um ósómann. Eins vil ég að þeir sömu lesendur fái fréttir af þeim sem eru að gera vel.
Hvorugur veitingaskálinn við Hrútafjörð er að gera vel. Þjónustulund er þeim ókunnugt hugtak og vandvirkni í eldamennsku er nokkuð sem er greinilega allt of mikið vesen. Almenn kurteisi og hlýlegt viðmót getur gert heilmikið fyrir veitingastað sem er á hverfanda hveli en rekstraraðilar skálanna tveggja kjósa að uppáleggja sínu fólki hortugheit og fruntagang í samskiptum við ferðamenn. Ekki svo að skilja að ég hafi eingöngu mína eigin reynslu að styðjast við heldur varð ég líka vitni að samtölum starfsfólks og gesta meðan ég átti minn stutta stans. Þrifnaði er stórkostlega ábótavant á báðum stöðunum þó keyri um þverbak á öðrum þeirra. Hlandstækja, er orðið sem ég skrifaði og enn hefur mér ekki komið nákvæmara orð til hugar. Því skrifa ég aftur hér; það var svo megn hlandstækja, sem tók á móti okkur við innganginn, að strax þar hefðum við átt að hætta við. Um það sem á eftir fylgdi má lesa á öðrum stað hér á síðunni. (archives, janúar ´06 -"Á þjóðvegi númer eitt"). Engin afsökun þykir mér í því að búið sé að ákveða að færa "number one", þannig að hann muni í framtíðinni liggja útmeð firðinum vestanmegin og við hið nýja vegstæði verði reistur skáli sem leysa muni núverandi stað af hólmi. Má þá alls ekki þrífa þennan og viðhalda honum þangað til? Spyr sá sem á að skilja peningana sína eftir þar. Veitingastaðir og skálar "útá landi" lúta, hvað sem þeim finnst sjálfum um það, sömu lögmálum og staðir í þéttbýli. Eða ættu í það minnsta að gera það. Vondur matur, hrokafull og heimóttarleg þjónusta og almenn óþrif eru ekki góð meðmæli með neinum veitingastað, hvar sem hann er á landinu. Gagnrýni er sett fram til ábendingar, "að rýna til gagns", jafnt fyrir rekstraraðila og viðskiptavini þeirra.

Tapas barinn, taka tvö

Skrapp á Tapas barinn í gærkvöldi. Var seint á ferð og flestir staðir búnir að loka eldhúsum sínum, en ekki þessi. Síðast þegar ég datt inn þarna prufaði ég 7 rétta óvissuferð og var sáttur en ekki meira en svo. Eftir gott samtal við ungan þjón, sem tók yfir afgreiðsluna sem stúlka heldur áhugalaus um þessa gesti sem voru að mæta á staðinn svona seint hafði byrjað á, var ákveðið að láta kokkinn ráða 5 smáréttum. Þjónnin var vel kunnugur vínseðli hússins og gaf álit og góð ráð. Fyrir valinu varð Sonoma, Pinot Noir frá Napa dalnum í sunny California, gott vín með þessum mat, bragðmikið en létt og alls ekki frekt. Réttirnir voru skemmtilega ólíkir hver öðrum en allir ágætir. Sístur var saltfiskur í bragðgóðri, tómatlagaðri sósu með ætiþistlum en sennilega hefur hráefnið ekki verið eins gott og það gerist best. Ætla að prófa þennan rétt aftur síðar og vona að fiskurinn sjálfur verði betri þá því sósan smakkaðist vel. Beikonvafðar döðlur og hörpuskel á spjóti er ágætur réttur og einnig nautakjöt í teriyaki marineringu. Kjúklingur á salati með Alioli var mjög góður en bestur var humarinn. Þeir Tapasmenn rista honum blóðörn og því er auðvelt að borða hann, enginn hvítlauks og olíu subbuskapur, bara stinga honum í munninn og njóta. Frábær réttur.
Umhverfi Tapas barsins er þægilegt, innréttað og skreytt í spönskum/miðjarðarhafs stíl og langur barinn setur sterkan svip á innkomuna. Innri salur er í boði og þar hef ég setið með hópi fólks á árshátíð sem var vel heppnuð. Þjónninn þetta kvöld var kurteis og lipur og vel heima í því sem er í boði, þægilega öruggur á sínum heimavelli. Maturinn var góður og verðið sanngjarnt. Það var gaman að detta þarna inn seint á þriðjudagskvöldi.