Lækjarbrekka
Einu sinni var....
Ævintýri byrja oft á “einu sinni var...”. Einhver hluti ævintýrsins “einu sinni var veitingahús sem hét Lækjarbrekka” hefur endað og erfitt að átta sig á hvað lifir eftir. Matreiðslumenn virðast allavega hafa snúið baki við þessum skáldskap því enginn lærður kokkur myndi voga sér að senda fram það sem borið var á borð fyrir okkur kvöldið sem við kíktum á Lækjarbrekku. Ekki er óþægilegt að ganga inn á staðinn, dálítið gamaldags en afslappað andrúm og svolítið ömmulegt. Og móttökur hlýlegar. Matseðillinn sem var lesinn á efri hæðinni þar sem er smá afdrep, leit vel út. Þó er áberandi hve mjög allt virðist gírað inná túrista. Og verðlagningin eftir því. Allstaðar eru styttur og myndir frá fyrri tíð, allt í takt nema Marylin Monroe-lampinn sem var eins og álfur út úr hól. Forréttir eru ýmiskonar og úrval af fjórum þótti freistandi. Þar til þeir voru smakkaðir. Ef þetta átti að vera einhver lókal brandari þá fullvissa ég aðstandendur veitingahússins um að mér þótti hann ekki fyndinn. Þetta var svosem ekki ólaglegt á að líta en það var alveg sama hvað maður setti upp í sig, það var sama ullarbragðið af öllu, nema humarsúpunni, sem borin var fram í litlu staupi, hún slapp fyrir horn. Restin, og þar með talin staka risarækjan stóðst ekki væntingar og greinilegt að frystirinn er besti vinur kokkanna á Lækjarbrekku. Aðalrétturinn var framundan og ekki ástæða til að örvænta svo snemma kvölds. En drottinn minn dýri, hvað fer eiginlega fram í eldhúsinu? Þegar beðið er um medium rare nautasteik, er ekki sanngjarnt að lufsan sem felur sig undir piparþrennunni sé svo grásteikt að gangstéttarhella lítur betur út. Og hvað var þetta með eina; “eina”, forsoðna kartöflu sem dansaði sóló við hliðina á ekki fersku, teningsskornu, beint úr frosti, grænmetinu sem var að leika meðlæti? Og svo átti að gera gott úr öllu saman með því að segjast ætla að skamma kokkinn. Ekki beint það sem verið var að kaupa. Lambakjöt og humar saman í kór, er kallað “Fjall og flói”, rammíslenskt nafn, og lambakjötið var sannarlega “rammíslenskt”. En ekki veit ég hvar og hvenær þeir létu lífið, humrarnir tveir sem fylgdu með, þeir voru í það minnsta ekki ferskir.
Eftir þessar hörmungar langaði okkur að yfirgefa staðinn en kurteis þjónn bauð okkur að setjast upp og þiggja eftirrétt í boði hússins. Og loksins tóks að gera eitthvað vel. Ís með kanil og volgar plómur var góð samsetning og hindberja og Tonka pot-de-créme (??) með vanillukexi var sömuleiðis gott. Réttirnir sem í boði eru á matseðlinum heita flottum nöfnum þar sem slegið er um sig á útlensku. Á ágætri heimasíðu veitingahússins má sjá myndir af sumum þessara rétta, en hafa ber í huga, að þú færð ekki endilega það sem sést á myndinni. Maturinn þetta kvöld var ekki boðlegur og engan vegin í samræmi við verðið sem er vel í hærri kantinum. Þjónarnir voru allir af vilja gerðir og vel meinandi en það dugar ekki til ef eldhúsið er komið framyfir síðasta söludag. Kannski ef þjónarnir væru klæddir upp í þjóðbúninga, peysuföt og sauðskinnskó, myndi þessi túrista fílingur skila sér betur og þá væri hægt að keyra ævintýrið eitthvað áfram. Stjörnugjöfin miðast við að ekkert veitingahús fá enga stjörnu. Lækjarbrekka fær eina stjörnu fyrir leikmynd og leikmuni og fyrir grafna lambið sem ég smakkaði á jólahlaðborðinu í fyrra.
Þessi rýni birtist í Mannlífi desember ´05
Ævintýri byrja oft á “einu sinni var...”. Einhver hluti ævintýrsins “einu sinni var veitingahús sem hét Lækjarbrekka” hefur endað og erfitt að átta sig á hvað lifir eftir. Matreiðslumenn virðast allavega hafa snúið baki við þessum skáldskap því enginn lærður kokkur myndi voga sér að senda fram það sem borið var á borð fyrir okkur kvöldið sem við kíktum á Lækjarbrekku. Ekki er óþægilegt að ganga inn á staðinn, dálítið gamaldags en afslappað andrúm og svolítið ömmulegt. Og móttökur hlýlegar. Matseðillinn sem var lesinn á efri hæðinni þar sem er smá afdrep, leit vel út. Þó er áberandi hve mjög allt virðist gírað inná túrista. Og verðlagningin eftir því. Allstaðar eru styttur og myndir frá fyrri tíð, allt í takt nema Marylin Monroe-lampinn sem var eins og álfur út úr hól. Forréttir eru ýmiskonar og úrval af fjórum þótti freistandi. Þar til þeir voru smakkaðir. Ef þetta átti að vera einhver lókal brandari þá fullvissa ég aðstandendur veitingahússins um að mér þótti hann ekki fyndinn. Þetta var svosem ekki ólaglegt á að líta en það var alveg sama hvað maður setti upp í sig, það var sama ullarbragðið af öllu, nema humarsúpunni, sem borin var fram í litlu staupi, hún slapp fyrir horn. Restin, og þar með talin staka risarækjan stóðst ekki væntingar og greinilegt að frystirinn er besti vinur kokkanna á Lækjarbrekku. Aðalrétturinn var framundan og ekki ástæða til að örvænta svo snemma kvölds. En drottinn minn dýri, hvað fer eiginlega fram í eldhúsinu? Þegar beðið er um medium rare nautasteik, er ekki sanngjarnt að lufsan sem felur sig undir piparþrennunni sé svo grásteikt að gangstéttarhella lítur betur út. Og hvað var þetta með eina; “eina”, forsoðna kartöflu sem dansaði sóló við hliðina á ekki fersku, teningsskornu, beint úr frosti, grænmetinu sem var að leika meðlæti? Og svo átti að gera gott úr öllu saman með því að segjast ætla að skamma kokkinn. Ekki beint það sem verið var að kaupa. Lambakjöt og humar saman í kór, er kallað “Fjall og flói”, rammíslenskt nafn, og lambakjötið var sannarlega “rammíslenskt”. En ekki veit ég hvar og hvenær þeir létu lífið, humrarnir tveir sem fylgdu með, þeir voru í það minnsta ekki ferskir.
Eftir þessar hörmungar langaði okkur að yfirgefa staðinn en kurteis þjónn bauð okkur að setjast upp og þiggja eftirrétt í boði hússins. Og loksins tóks að gera eitthvað vel. Ís með kanil og volgar plómur var góð samsetning og hindberja og Tonka pot-de-créme (??) með vanillukexi var sömuleiðis gott. Réttirnir sem í boði eru á matseðlinum heita flottum nöfnum þar sem slegið er um sig á útlensku. Á ágætri heimasíðu veitingahússins má sjá myndir af sumum þessara rétta, en hafa ber í huga, að þú færð ekki endilega það sem sést á myndinni. Maturinn þetta kvöld var ekki boðlegur og engan vegin í samræmi við verðið sem er vel í hærri kantinum. Þjónarnir voru allir af vilja gerðir og vel meinandi en það dugar ekki til ef eldhúsið er komið framyfir síðasta söludag. Kannski ef þjónarnir væru klæddir upp í þjóðbúninga, peysuföt og sauðskinnskó, myndi þessi túrista fílingur skila sér betur og þá væri hægt að keyra ævintýrið eitthvað áfram. Stjörnugjöfin miðast við að ekkert veitingahús fá enga stjörnu. Lækjarbrekka fær eina stjörnu fyrir leikmynd og leikmuni og fyrir grafna lambið sem ég smakkaði á jólahlaðborðinu í fyrra.
Þessi rýni birtist í Mannlífi desember ´05
0 Comments:
Post a Comment
<< Home