Monday, November 13, 2006

101 hótel

Þess er ekki langt að bíða að hér birtist rýni á Apótekið, en þangað til langar mig að fara nokkrum orðum um stað sem við heimsóttum eftir að máltíðinni lauk. Við kíktum inn á 101 hótel og ætluðum bara í einn "Irish", (fyrir svefninn)! Ekki málið "gjöriðisvovel" og allt það. Settumst við skemmtilegt útsýni innst í salnum (ég þurfti reyndar að standa aftur upp og fara á barinn til að panta). Eftir smástund komu drykkirnir og litu vel út í háum glösunum, þrjár kaffibaunir ofaná rjómanum. Lykta létt af og fá sér svo sopa... en viti menn... þá voru öll ljósin kveikt og rödd, með áberandi hreim, kallaði hátt og ákveðið: "nú'r búnn a loka!!!".

Ég á ekki orð.

Kannski hefði ég átt að hunskast til að hlýða þegar einn þjónninn skipaði mér að fara oní kjallara til að "klára" drykkinnn sem ég var ekki byrjaður á, en mér þótti það lítið spennandi.

Nei... ég fór bara út.

Á heimleiðinni fékk ég hinsvegar, góðan "Irish" eins og alltaf á Rósenberg .

Og fékk að klár'ann.......!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home