Friday, January 04, 2008

Siggi Hall á Óðinsvéum


fia› sem ma›ur tekur eftir flegar komi› er inn á veitingasta› Sigga Hall á Ó›insvéum er hversu róandi og afslappa›ur sta›urinn virkar vi› fyrstu kynni. Engar ofhla›nar innréttingar e›a óflarfar skreytingar, mild, örlíti› gulleit l‡sing og enginn asi á starfsfólkinu. Salurinn er enda vel skipulag›ur flannig a› fljónar hafa gó›a yfirs‡n yfir gesti sína frá afgrei›slunni, sem reyndar er einnig bar. fiar inn af er lítill og flægilegur setukrókur sem ágætt er tilla sér í me› fordrykk og matse›il e›a einn Irish eftir máltí›ina. Íslenskt er bo›or› dagsins á flessum sta› og ekki a› undra flar sem Siggi Hall hefur í seinni tí› or›i› eins konar samnefnari fyrir landkynningu flegar matseld og eldhús er annars vegar.
Á vígvelli síhar›nandi samkeppni, flar sem tískustraumar og n‡ungagirni rá›a oftar en ekki för, er traustvekjandi a› setjast inn á veitingasta› og hitta fyrir veitingamann sem stendur jafn ákve›inn á sínu eins og Siggi Hall gerir hér me› svo sannfærandi hætti. Réttir hússins eru afrakstur áralangrar reynslu Sigga sjálfs í kennslu og kynningum, me› a›komu og ívafi hans ágæta starfsfólks, ungs og metna›arfulls fagfólks eins og lesa má á heimasí›u sta›arins, og árángurinn er gó›ur matur, nútímalega matreiddur úr fyrsta flokks hráefni. Ef hægt er a› tala um íslenskt eldhús flá vona ég innilega a› menn séu a› meina matarger› svipa›a fleirri sem stundu› er á flessum sta›. Vi› vorum n‡ sest í krókinn flegar erlendur gestur sag›i hátt og snjallt, eftir a› hann haf›i flakka› fyrir sig og um lei› og hann yfirgaf sta›innn,; “this was excellent”, og ánægjan skein úr andlitinu. Gaman flegar menn tjá tilfinningar sínar óflvinga› og eru ófeimnir a› hæla flví sem fleim ge›ja›ist, sannarlega vert eftirbreytni. Allavega ná›i flessi náungi a› skapa stemmningu hjá okkur sem eftir sátum án fless a› okkur hafi endilega veri› ætla› a› heyra hóli›.
Siggi var sjálfur á vakt og fla› var gaman a› fylgjast me› meistaranum svífa milli bor›anna, færandi gestum matinn, útsk‡randi eldunara›fer›ir og hráefni og segjandi eina og eina gamansögu flví söguma›ur er hann gó›ur. Vi› byrju›um máltí›ina á nauta carpaccio me› furuhnetum, sesamvinagrett og stökku kexi, grófu og gó›u. Einnig svartrótarsúpu me› chilli sultu og stökkum plokksaltfiskrúllum. Bá›ir flessir forréttir voru afar brag›gó›ir, sannarlega fín byrjun. Á se›linum var enn einn forréttur sem okkur langa›i miki› a› smakka fló flessir fyrrnefndu hafi or›i› fyrir valinu. fiegar meistarinn heyr›i af flví læddi hann smá prufu á bor›i›, grafinn florskur me› brennivíni og kúmeni, fla› ver›ur ekki öllu íslenskara. Líklega væri erfitt a› lifa á slíku eingöngu en flvílíkt sælgæti a› smakka. Sem a›alrétt höf›um vi› vali› pönnusteiktan skötusel me› sveppum, gulrótum, kartöflukrókettu og krema›ri sósu og hinn heimsfræga og róma›a steikta saltfisk á laukbe›i me› beikonbitum. Á›ur en flessir réttir birtust kom stökksteikt bleikja frá Kirkjubæjarklaustri á bor›i›, lítill milliréttur spunninn úr bleikjunni á matse›linum, ljúffengur og fínlegur réttur sem steinlá á me›an be›i› var eftir hinum. Sú bi› var ekki löng, yfirfljónn haf›i sér til a›sto›ar unga stúlku og flau tvö sinntu vel flörfum allra gestanna, me› meistarann sjálfan sér til fulltyngis a› sjáfsög›u. A›alréttirnir voru, eins og fla› sem flegar haf›i veri› snætt, mjög gó›ir. Saltfiskurinn er sérgrein Sigga og flessi tiltekni er ver›ur sérstakrar heimsóknar. Me› flessu drukkum vi› hvítvín frá su›ur Ítalíu, Tormaresca Chardonney frá Puglia, gott vín af áhugaver›um vínse›li sta›arins.
Gamla klisjan “vir›ing fyrir hráefninu” á sannarlega vi› hér flví a› í engum réttanna gætti óhófs í kryddi e›a eldun, kostir hráefnisins ávalt látnir rá›a för. Kannski engin flugeldas‡ning en afar mjúkir og fjölbreyttir tónar. Smekklega vali› og vel höndla› me›læti og passleg steiking einkenndi alla réttina sem vi› smökku›um og vi› höf›um á or›i a› hinga› gæti ma›ur bo›i› fólki me› sér óhá› matvendni fless e›a smekk. fiennan mat ættu allir landsmenn a› geta bor›a› me› gó›ri lyst. Vi› vorum or›in södd en vildum endilega prufa súkkula›hnetusmjörstertubotninn me› súkkula›imúss, rommlegnum banönum og kaffi-latte ís í eftirrétt, hver stenst slíkar freystingar. Í næstu heimsókn ætlum vi› a› prufa bláberjaskyrs-ísinn me› jar›aberjunum en flanga› til gef ég Sigga Hall og hans fólki fjórar stjörnur fyrir gó›an matur, gó›a fljónustu og flægilega afslappa›an stíl á öllu saman. Kvöldi› var frábært flrátt fyrir örlíti› snubbóttan endi.

Fiskimarkaðurinn


Í heimsóknum mínum á einn nýjasta veitingastað borgarinnar, Fiskimarkaðinn við Aðalstræti, rifjaðist upp gamalt grín úr mínum vinahópi. Ef stemmning datt niður eitt augnablik hjá okkur félögunum eða eitthvert skens var að klikka var gjarnan sagt “nú er leiðinlegt”. Brást þá ekki að hlátur setti að mönnum við frasann og þá var einatt fylgt fast á eftir með því að segja: “nú er aftur gaman”. Og þá var hlegið enn meir. Árum síðar er enn hægt að hlægja að þessum einföldu frösum þegar menn hitta á rétta augnablikið. Meðan ég naut matarins og þjónustunnar á Fiskimarkaðnum, og reyndar lengi eftir að máltíðunum var lokið og ég kominn heim til mín var ég enn að hugsa “já, nú er aftur gaman!”

Fiskimarkaðurinn er í húsinu að Aðalstræti 12. Á efri hæð er móttaka gesta og “koníaksstofa” með fallegum innréttingum en aðalmatsalurinn er á neðrihæð. Þar geta gestir ennfremur setið við matarbar að austurlenskum sið og fylgst með kokkunum að störfum því opið er inn í eldhúsið. Þægilegt andrúmsloft tekur á móti manni þegar niður er komið og þó rýmið sé ekki íkja stórt er rúmt um hvert borð. í fyrri heimsókn okkar varð “Tasting menu”, úrval af því besta, fyrir valinu og ég mæli óhræddur með þeirri rússíbanaferð, einkum ef nokkrir eru saman að njóta. Þvílíkt og annað eins! Menn mega vera ansi matvandir og heimaaldir ef þeir geta ekki haft ánægju af því að láta spila á skilningarvitin eins og gert er með þessum samsetta matseðli á Fiskimarkaðnum. Réttirnir eru bornir fram, hver á fætur öðrum, en þó ekki örar en svo að sérkenni hvers þeirra fá að njóta sín. Eldamennskan og framsetningin “leitar í austur”, eins og sagt er á smekklegum matseðlinum, og áberandi er hve mikil natni er lögð í öll smáatriði. Maður gat næstum séð fyrir sér Japanska geishuna vökvandi lótusblómin ástúðlega svo öruggt væri að þau væru fullkomin í fegurð sinni á diskinum. Útlit, ekki síður en ylmur og bragð skiptir greinilega miklu máli á þessum stað enda byrjar kvöldverðurinn á hinu sjónræna. Fátt veldur mér vonbrigðum eins og þegar matnum hefur verið skellt á diskinn minn og hrúgunni svo drekkt í sósu eins og því miður kemur ennþá fyrir sumsstaðar. Slík hryðjuverk þyrfti að uppræta með öllu. Matur, sem færður er upp eins fallega og sá sem borinn er fram á Fiskimarkaðnum beinlínis kveikir hjá manni löngunina til að upplifa og njóta. Síðan spillir ekki fyrir að eldamennskan er hér í hæsta gæðaflokki.

Fyrri heimsóknin kallaði á aðra og þá var rýnt í matseðilinn. Forréttir úr eldhúsi eru fjórir í boði og humarmisósúpan freistaði. Hún kom þægilega á óvart og var frábær. Af “Raw” barnum völdum við blöndu af hráfiski; nigiri, maki og sashimi, sem var svakalega flott og afar listaukandi. Lax Teryaki, marineraður svartþorskur frá Víet-Nam og djúpsteiktur skötuselur og skötuselskinnar með geitaosti voru aðalréttir kvöldsins. Laxinn var mildur og naut fiskbragðið sín vel með basil og balsamic. Þorskurinn svarti er ekki okkar guli eftir litameðferð, eins og ég hélt, heldur allt annar fiskur, sömu ættar, virkilega bragðgóður. Skötuselsrétturinn var eini réttur hússins sem ekki sló fullkomlega í gegn hjá okkur en líklega er um að kenna misjöfnum smekk manna fyrir kinnum og geitaosti. Framandi réttir eins og þessi eru spennandi og geta fallið vel inn í samsetta matseðla þó þeir, í sumum tilvikum, séu full sérstakir til að bera einir uppi heila máltíð. Eftirréttasimfónían “Fish market premium” er með þeim kræsilegri sem sést hefur lengi og þó maður hafi, þegar hér var komið við sögu, verið orðinn mettur vel hvarf sú værð eins og dögg fyrir sólu frammi fyrir glæsileika og fjölbreytni þess sem boðið var uppá sem niðurlag máltíðarinnar. Þjónustan á Fiskimarkaðinum er í sama gæðaflokki og matseldin. Kurteisin og fagmennskan í fyrirrúmi en þægileg viðvera og fumlaus vinnubrögð hvers og eins geislandi af öryggi þess sem veldur verki sínu. Vínþekking þjónanna og þekking á réttum hússins lýsir einlægum áhuga þeirra og miklum metnaði. Verðlagning á Fiskimarkaðnum er á líkum nótum og á öðrum “betri” veitingahúsum borgarinnar og staðurinn stendur fyllilega undir því.
Ég gef Fiskimarkaðnum við Aðalstræti verðskuldað fimm stjörnur.

Les Rendez-vous

Hvað er það sem skiptir máli ef heimsókn á veitingastað á að heppnast vel? Auðvitað að maturinn sé góður, spennandi og fallega fram borinn, þjónustan sé lipur, fagmannleg og þægileg, umhverfi staðarins sé aðlaðandi og að verðið sé sanngjarnt. Í húsnæði þar sem lengi var Pasta Basta við Klapparastíg, hefur nýr veitingastaður verið opnaður. Sá er rekinn af franskri fjölskyldu og kynntur sem “franskur”. Þeir sem tala frönsku geta því pantað og átt samskipti við starfsfólkið á því tungumáli, við hin pöntum á ensku því ekki er töluð íslenska á þessum stað, ennþá. Engin vandamál gerðu þó vart við sig í borðapöntuninni og móttökur á staðnum voru hlýlegar og gáfu góð fyrirheit. Efri hæð hússins, þar sem einhverntíma var bar og setustofa, er nú matsalur. Það fyrsta sem maður tekur eftir er að engin gluggatjöld eru fyrir gluggum og sterkri hvítri birtu frá veggljósum er beint upp í hvítt loftið svo að loftræstistokkurinn þar verður þungamiðja skreytinga, sem reyndar er stillt í hóf í salnum. Lágstemmd óperutónlist barst úr hátölurum en skömmu síðar vék hún því einn gestanna mátti til að glamra á rafmagnspíanó sem stendur þarna í einu horninu. Eitt eða tvö lög til að ganga í augun á deitinu hefðu engan truflað en það sem þarna fór fram verður að teljast með verri dinneratriðum seinni tíma. Rafpíanó hafa þann yndislega fídus að á þeim er styrkstillir sem hefði bjargað heilmiklu ef hann hefði verið betur nýttur. En hvað um það, gestirnir hækkuðu bara róminn á meðan, allt afar rómantískt. Matseðillinn er hvorki stór né flókinn, súpur eru tvær, lauksúpa og rjómalöguð blómkálssúpa. Hin ómissandi franska kæfa ásamt laxa “rilettes” í forrétt, einnig egg, skinkuteningar og ostur og forláta salat. Þrír fiskar og önd í aðalrétt ásamt íslensku nauti og svo þeitt eggjahvíta á vannillubúðingi, créme brulle, pönnukökur og eplaka í eftirrétt. Við pöntuðum að sjálfsögðu Foie-grasið og lauksúpuna til að skapa strax rétta franska stemningu. Kæfan kom greinilega beint úr kæli svo að fitan varð mest áberandi í bragði og áferð og lauksúpan var vart meira en niðurskorinn laukur í soðnu vatni. Reyndar leit þetta hvorutveggja vel út, það vantaði ekki, fallega skreyttur kæfudiskurinn og brauð með bráðnum osti ofaná súpunni. En þetta var eins bragðlaust og óspennandi og það gat verið. Þvílík vonbrigði. Aðalréttir skyldu vera vatnableikja, saltfiskspænir og andabringa. Bleikjan reyndist vera pínulítið smörsteikt flak, algerlega bragðlaust, með fimm forsoðnum en köldum kartöflum raðað í hálfhring. Saltfiskurinn var undarleg útgáfa af plokkfiski, haugur af tættu grænu káli og tvær næfurþunnar snittubrauðsneiðar með söxuðum svörtum ólífum var meðlætið með þeirri tilraun. Og svo var það andabringan sem pöntuð var “well done” en mætti blóðug á borðið.
Engin leið var að borða þennan flata og óspennandi mat eins og hann var borinn fram og því var leitað að salti og pipar á nærliggjandi borðum. Þjónninn var að lokum sóttur á neðri hæðina og hann kom með settið. Það lifnaði aðeins yfir bleikjunni, saltfiskurinn var áfram bara saltfiskur en svo datt lokið af bauknum þegar átti að strá örlitlu salti yfir blóðklessurnar. Sú önd hafði þar með lokið keppni. Enn vonbrigði. Vínseðillinn er franskur. Þar kennir ýmissa grasa og vínið, sem við völdum dálítið blindandi, var ágætt þó það hafi ekki náð að bjarga máltíðinni. Eftirréttir voru ekki smakkaðir því allur vindur var úr borðhaldinu. Umhverfi Les Rendez-vous er snyrtilegt en því er spillt með skurðstofulýsingu og ef ekki verður ráðinn hljóðfæraleikari til að spila undir borðum hefur píanóið engan tilgang annan en að freista draumóramanna. Þetta er rándýr veitingastaður sem stendur engan veginn undir verðlagningunni. Maturinn er bragðlaus og engu líkara en að kastað sé til höndum við framreiðslu hans, hvað er líka svona franskt við pönnusteikt silungsflak með soðnum kartöflum? Þegar maður sér verð eins og þau sem þarna eru sett upp gerir maður ósjálfrátt sanngjarna kröfu um toppgæði. Þessi máltíð stóðst engan veginn þær væntingar, Reyndar var hún svo afleit að inn á þennan stað fer ég líklega aldrei aftur. Svo er ekki verjandi, fyrir þennan pening, að hafa þjóninn á gallabuxum og í bol og pappírsservíettur af ódýrustu gerð á borðunum. Les Rendez-vous fær eina stjörnu fyrir kurteisina sem einkenndi öll samskipti kvöldsins, annað var ekki í lagi. Niðurstaðan; algjör vonbrigði, eða á frönsku til að fyrirbyggja misskilning; “c'était un gaspillage complet de temps et d'argent”.

Lúxus

Þrír sólarhringar, 600 km. í bíl, þrjú hágæða hótel í rammíslenskri sveitarómantík, hvað er hægt að hugsa sér betra í stysta sumarfríi aldarinnar?
Ég var hræddur um að þetta yrði sprengur, kappakstur á þjóðvegi númer 1 og rallýakstur á tengivegunum að hótelunum sem ég ætlaði að heimsækja, stress oní hamagang oní læti. Engin hvíld og lúxusinn aðeins mynd í kynningarbæklingi. Mikið er gott að hafa stundum rangt fyrir sér. Fyrir það fyrsta eru hótelin 3, Hótel Rangá, Hótel Glymur og Hótel Búðir alls ekki svo langt frá höfuðborginni, dálítið sitt í hverja áttina en samt innan seilingar. Svo eru þau sannarlega í þeim lúxusklassa sem auglýstur er. Og landið sem ber fyrir augu í akstrinum er svo dásamlega fallegt að ferðin sjálf verður líka frí.

Hótel Ranga var fyrst í röðinni. Bjálkahús, á bökkum Eystri-Rangár, sem nýverið var stækkað um heila álmu og ný svíta tekin í notkun, ein sú flottasta sem sést hefur á landinu og þó víðar væri leitað. Öll herbergi á hótelinu eru með sjónvarpi, þau nýjustu með flatskjá en svítan er með komplett 5.1 heimabíói og auka flatskjá við hjónarúmið. Heitir pottar eru á veröndum sem snúa að ánni, einn fyrir hverja álmu og herbergin sem snúa að Heklu hafa nuddbaðkör. Svítan er með nuddpott á miðju gólfi gengt tvöföldum dyrum, frönskum, með útsýni á Eiríksjökul. Herbergin eru búin fallegum og þægilegum húsgögnum og rúmt er um mann, hvort heldur í venjulegum herbergjum, delux-herbergjum að ekki sé talað um í svítunni frábæru sem er tæpir 80 m2.
Veitingastaðurinn er í þeim gæðaflokki að hann er verður sér ferðar úr bænum þó maður ætli ekki að gista, sem reyndar er súrt fyrir bílstjórann því Rangá skartar vínseðli sem vart á sinn líka á nokkrum veitingastað á landinu, yfir þrjátíu hvítvín og á fimmta tug rauðvína jafnt frá gamla og nýja heiminum auk kampavína, freiðivína og rósavína í ýmsum verðflokkum. Sérstakur konunglegur vínseðill er í boði, valinn af Carli Gustav XVI Svíakonungi. Úrval sterkra drykkja og líkjöra er á svipuðum nótum.
Fiskisúpan var frábær og gaman að prófa carpaccio úr kálfi, strúti og kengúru. Forréttirnir gáfu fyrirheit um spennandi kvöldverð. Aðalréttir voru “Veisla úr hafinu”, sandhverfa og skötuselur ásamt gaddakrabba, og “Surf and Turf”, lamb og humar sem staðurinn er frægur fyrir. Báðir réttirnir voru einstaklega góðir og fallega fram bornir. Annað spennandi sem bíður næstu heimsóknar er dádýr, hreindýr eða elgur og dúfa. Þjónustan er með alþjóðlegu yfirbragði, þjónarnir koma frá ýmsum löndum og í þ. m. 10 tungumál töluð auk Íslensku. Allt staff er sérlega prófessional, indælt, þægilegt og afar kurteist. Umhverfi Hótel Rangár skartar magnaðri fjallasýn þar sem Heklu, drottninguna sjálfa og Eiríksjökul ber við himinn. Kyrrð sumarnæturinnar var aðeins rofin af stöku andvaka fugli sem söng að sólarupprásinni, bílaumferð og sírenuvæl borgarinnar víðs fjarri.

Hótel Glymur í Hvalfirði státar af einhverju fallegasta útsýni nokkurs hótels á landinu. Hvort heldur horft er inneftir, úteftir eða þvert yfir fjörðinn, allstaðar blasir við fegurð þessarar mögnuðu sveitar. Hótelið er með nokkru öðru sniði en maður á að venjast, hér er það nálægðin og einlægnin sem hrífur. Innanstokksmunir, handrið, rúmgaflar innréttingar og smærri listmunir, allt er handunnið í samstarfsverkefni nokkurra arkitekta og listamanna. Tilfinningin er næstum eins og að ganga inn á heimili, svo persónulegur og sérstakur er stíllinn í allri sinni fjölbreitni. Tilvísanir í Hallgrím Péturson skáld er að finna hér og þar og Saurbæjarkirkja er ávallt í miðri mynd, neðar í brekkunni. Öll herbergi á Glym eru svokallaðar mini-svítur, á tveimur hæðum, með útsýni yfir fjörðinn. Að auki eru í boði þrjár svítur þar af ein stór. Hvert herbergi hefur sitt tema í húsbúnaði og listmunum. Sameiginleg rými eru setustofa og lobbybar og stór salur ætlaður fyrir fundi og ráðstefnur, búinn öllum nauðsynlegum tæknibúnaði. Hótel Glymur er lokaáfangi þjónanema frá evrópu en farsælt samstarf er milli hótelsins og nokkurra skóla á meginlandinu. Veitingastaður Glyms er opinn og bjartur, skreyttur listmunum í sama stíl og hótelið. Fiskisúpan, karrýlöguð, var góð byrjun á máltíðinni og eins og flest annað á hótelinu hefur hún sinn eigin stíl, með silkimjúka áferð. Stolt staðarins er samsettur seðill, “Taste of Glymur”, brot af því besta. Við fengum nautasteik, lambaskanka, skötusel í orly degi, krabba og reykta hörpuskel. Nautasteikin stóð uppúr, hárrétt elduð og fínlega skorið ferskt grænmeti átti sérlega vel við. Á eftir þessum fjölbreytta og vel útilátna aðalrétti kom vart annað til greina en ís-soufflé með teguila og súkkulaðiterta hússins, punkturinn yfir i-ið. Það var við hæfi, þar sem móttaka er í höndum eiginkonunnar og matseldin í höndum eiginmannsins, að þjónn kvöldsins væri sonurinn. Honum fórst það hlutverk afar vel úr hendi.

Hótel Búðir er rúmlega steinsnar frá höfuðborginni. Kyngimagnaður Snæfellsjökullinn hefur áhrif á allt og alla sem hingað koma, hvort sem menn trúa því eða ekki. Búðahraun, fjallgarðurinn, ströndin og kirkjan, allt umhverfi hótelsins er sveipað dulúð. Hótelrekstur á þessum stað á sér langa hefð og þegar gamla húsið varð eldi að bráð árið 2001 kom ekki annað til greina en endurreisn. Nýja húsið er afar falleg bygging, tvö hús tengd í miðju þar sem er móttaka og setustofa. Virðing fyrir því liðna og væntingar um glæsta framtíð er það sem greinilega var lagt upp með í upprisunni því sama notalega stemningin mætir manni nú og gerði forðum þó umgjörðin sé ögn nýtískulegri. Flatskjáir, myndspilarar, vekjaraklukkur og netsamband er staðalbúnaður sem nútímaferðalangar búast við en á Búðum bregður svo við að farsímasamband er í veikara lagi, þvílík blessun. Það þýðir þó ekki að menn séu sambandslausir við umheiminn því símar eru á öllum herbergjum, tengdir landlínunni. Hingað kemur fólk ekki síst til að forðast ys og þys og til að borða góðan mat. Veitingastaður hótelsins er frægur langt útfyrir landsteinana og hefur haldið sessi sínum gegnum tíðina. Dæmi er um stönduga bissnissmenn utan úr heimi sem létu skutla sér í þyrlu frá höfuðborginni til þess að snæða kvöldverð á Búðum og héldu svo tilbaka sama kvöld. Kvöldverður okkar hófst á silungatartar, virkilega góðum, og humar þrennu, ekki síðri. Milliréttur barst síðan óvænt á borðið, skötuselslifur með súkkulaði, skondin samsetning. Aðalréttir voru síðan skötuselur, lambarifjur og skankar. Fiskurinn var hæfilega eldaður og bragðgóður en lambið var frábært, bleikt í miðju, meirt og safaríkt. Súkkulaðikaka hússins innsiglaði svo máltíðina, snædd í glerskálanum með útsýni yfir bryggjuna og ósinn. Starfsfólk hótelsins er indælt og þægilegt, þjónninn okkar átti ekki minnstan þátt í hve máltíðin var vel heppnuð og greinilegt var á stemningunni í matsalnum að aðrir gestir voru ánægðir líka.
Ýmis afþreyging er í boði á utanverðu Snæfellsnesi og gönguferðir um nágrenni hótelsins duga vel til að hlaða batteríin. Stutt er í jökulinn, á Arnarstapa og að Hellnum og Bárðar saga Snæfellsáss bergmálar í hverjum kletti. Á komandi vetri verður framhald á hinum stórskemtilegu morðgátuhelgum á hótel Búðum sem notið hafa mikilla vinsælda. Hlutverkum er úthlutað og sjálfur Hercule Poirot stýrir atburðarásinni í anda Agöthu Christie, hið sanna kemur ekki í ljós fyrr en í helgarlok.





Samanburður á jafn ólíkum hótelum og þeim þremur sem heimsótt voru í þessu stutta fríi er svolítið eins og að bera saman epli, appelsínur og banana. Hvert þeirra hefur sína kosti og sérstöðu þótt öll eigi þau þó sameiginlegt að vera í hæsta gæðaflokki. Umhverfi þeirra er ólíkt, sléttur landeyja, hlíðar Hvalfjarðar og andstæður láglendis og fjalla yst á Snæfellsnesi. Aðbúnaður og þjónusta á þessum lúxushótelum er með því besta sem í boði er í dag og veitingastaðir þeirra eru frábærir. Áður en ákvörðun er tekin þarf að vega og meta vandlega hvað það er sem verið er að sækjast eftir því sérhver gestur hefur ólíkar þarfir og gerir mismunandi kröfur. Einkunnagjöf fyrir hina ýmsu þætti eins og þjónustu, aðbúnað og umhverfi litast fljótt af smekk og væntingum hvers og eins.
Reynslu þessa þriggja sólarhringa mætti ef til vill taka saman á eftirfarandi hátt;

Hótel Rangá:
Umhverfi – 7, berangurslegt og flatt, gróðursetning og sáning myndi bæta, fjallahringurinn telur.
Herbergi – 10, til algerrar fyrirmyndar, með því besta sem í boði er. Annar aðbúnaður – 8, sameiginlegir heitir pottar eru ekki lúxus.
Þjónusta – 10, fagmannleg og hnökralaus
Veitingasalur – 10, hlýlegur og rómantískur.
Matur – 9, virkilega góður
Vínseðill – 10, svona sér maður bara “erlendis”.
Verð, gisting – 19.800 f. tveggja manna herbergi með morgunmat.
Verð, kvöldverður - 19.000 (með flösku af góðu víni)

Hótel Glymur:
Umhverfi – 9, einhver fallegasti fjörður landsins út að upplýstu stóriðjuþorpinu.
Herbergi – 8, einstaklega smekkleg en lítið gólfpláss.
Annar aðbúnaður – 8, hlýleg setustofa og bar með sjálfsafgreiðslu, algert traust. Sameiginlegir heitir pottar eru ekki lúxus, þrátt fyrir einstakt útsýni.
Þjónusta – 8, helst til persónuleg á stundum.
Veitingasalur – 7, full mikill “salur”, opinn í báða enda, feng shui myndi hjálpa mikið hér.
Matur – 7, nautið bar af en sjávarfangið var síðra.
Vínseðill – 6, hér er hægt að gera betur
Verð, gisting – 23.900 f. tveggja manna herbergi með morgunmat
Verð, kvöldverður – 21.000 (með flösku af góðu víni)

Hótel Búðir:
Umhverfi – 8, dulmögn og nálægð við Snæfellsjökul telur, hraunið líka.
Herbergi - 6, hér vantar aðeins uppá “kósýið”
Annar aðbúnaður – 8, afar hlýlegar sameiginlegar stofur.
Þjónusta – 8, lipur og þægileg.
Veitingasalur – 8, þægilegur en þolir illa að vera þétt setinn.
Matur – 10, besti matur ferðarinnar.
Vínseðill – 9, frábær vín í boði og gott úrval sterkra drykkja á bar.
Verð, gisting – 19.900 f. tveggja manna herbergi með morgunmat
Verð, kvöldverður – 23.500 (með flösku af góðu víni)

Sjálfur fer ég á “lúxus” hótel fyrst og fremst til að gista og upplifa rómantík. Þeim sem vilja fara á hestbak, í sleðaferðir, gönguferðir eða veiði bendi ég á heimasíður hótelanna því þar er að finna úrval margskonar afþreyingar. Hótel Rangá, Hótel Glymur og Hótel Búðir standast kröfur og uppfylla þarfir jafnvel þurftafrekustu lúxusgesta.